Skírnir - 01.04.1997, Síða 169
SKÍRNIR RASISTI, BÍLL, SKILGREININGAR OG ÍSLENSK ORÐ
163
allra síðustu árum. Börn hlupu til foreldra sinna og sögðu í mesta
sakleysi: „Vitiði hvað skeði í skólanum?"
En töluðu blessuð börnin íslensku eða dönsku? Þorsteinn
Gylfason bendir réttilega á að lifandi menning sé menning lifandi
fólks.21 Það sama gildir um tungumál, sem er jú aðeins hluti
menningar; verkfæri til samskipta. Lifandi tunga er tunga lifandi
fólks. íslenska er það mál sem við Islendingar tölum, en ekki mál
sem var notað fyrir tveimur eða tíu öldum. Þegar börnin sögðu
ske á sínum tíma töluðu þau íslensku svo framarlega sem orðið
var almennt notað, og viðurkennt (af almenningi og ekki af
nefndum) sem íslenskt orð. Nú er ske almennt álitið útlenska og
því „á ekki“ að nota það, heldur gerast, eiga sér stað, o.s.frv.
Annað orð, numið beint úr dönsku fyrir um öld síðan, er bíll.
„En þetta er ekki nógu gott“, hugsuðu íslenskir málhreinsunar-
menn þegar bílar tóku að berast hingað, „ekki förum við að nota
einhverjar slettur hér! Utlend orð“, sveiuðu, og settust niður til
að skapa nýyrði. Danska orðið bil er álitið vera stytting af
franska (og enska) orðinu automobile. Það er samsett úr for-
skeytinu auto-, sem þýðir sjálfur, og mobile, hreyfanlegur. Og lá
þá ekki beinast við að kalla maskínuna sjálfrennireið? Venjulegt
fólk þarf nú að hugsa sig um til að fatta merkingu orðsins („hvað
er þetta reið}“), vegna þess að það festist ekki í málinu. Sjálfsagt
vegna lengdar þess (og ljótleika), en líka vegna þess að bíll var
prýðisorð sem allir skildu. Og með tíð og tíma varð bíll viður-
kennt sem íslenskt orð.
Við höfum því séð tvær forsendur þess að orð sé hluti máls:
það þarf að skiljast af (stórum) hluta notenda þess, eða öllum, og
það þarf að vera viðurkennt af samfélaginu sem hluti málsins. En
þriðja atriðið kemur til: í orði mega ekki vera hljóð sem ekki
þekkjast í málinu. Islenska hefur til dæmis ekki rödduð s-hljóð
eins og það sem táknað er með z í ensku, eða annað sem táknað
er með g eða; í frönsku. Við notum heldur ekki w-hljóð í ensku
eða £s»-hljóð í japönsku. Þannig gæti „mitsubishi“ ekki verið ís-
lenskt orð, en „honda“ gæti verið það. Enska orðið „was“ gæti
21 Að hugsa d íslenzku, bls. 61. Úr „Ný orð handa gömlu máli“.