Skírnir - 01.04.1997, Qupperneq 170
164
JÓHANN M. HAUKSSON
SKÍRNIR
ekki verið íslenskt, en „vos“ gæti það - og er raunar. Að sama
skapi verður orð að geta fallið að málfræðireglum málsins sem
það verður hluti af. Það gæti reynst örðugt að laga orð sem enda
á „m“, eins og racism eða surrealism, að íslenskri málfræði. Enda
hafa íslendingar tekið til þess bragðs að bæta ,,-i“ við þau: rasismi
og súrrealismi.
Þrjár forsendur eru því fyrir „þjóðerni“ orðs: það þarf að
skiljast og vera notað, vera mótað af hefðbundnum hljóðum og
falla að málfræði málsins, og loks þarf það að vera viðurkennt
sem hluti málsins. Nú uppfyllir fjöldi orða fyrstu tvær forsend-
urnar. Islendingar skilja og nota orðin rasisti, nasisti og fasisti,
lesbía, internet eða leyser-geisli, o.s.frv. Og þau lagast að málfræði
íslensku og eru mótuð af hefðbundnum hljóðum þess. Um orðin
gildir að þau hafa aldrei verið þýdd (fasisti eða leyser [þar sem
orðið hefur ekki verið tekið upp eins og það er skrifað, heldur
eins og það er borið fram á ensku!]), eða að nýyrði sem vísa til
sama fyrirbæris hefur verið rangt, langt eða ljótt. Rangt, því
„nefndir“ vilja gjarnan að samsett orð lýsi fyrirbæri rétt, eins og
dæmið um alnet sýnir vel. Orðið var álitið óhæft því það er jú
ekki rétt lýsing á internetinu. Það er ekki al- því til eru önnur
net.22 Þjóðernissósíalisti er langt og óþjált, og samkynbneigð kona
er bæði langt, óþjált og ljótt. Um rasista höfum við fjallað.
Þessi orð skortir því aðeins almenna viðurkenningu til að telj-
ast íslensk. Og ég legg til að þau verði færð í það heiðurssæti að
mega teljast til íslenskra orða - hér og nú! Eg veit náttúrulega að
sú verður vart raunin - en hygg samt að það sé hollt að velta
þjóðerni orða fyrir sér.23
Jóhann M. Hauksson
22 Hvernig væri að kalla internetið álnet, og mætti hugsa sér að símalínurnar séu
úr áli gerðar (sem er raunar ekki rétt), eða að það liðist um veröldina sem álar
á sundi... eða bara að leyfa fólki að segja internet í friði.
23 Ég hef gert mér leik að því, í þessari grein, að sýna líf og fjör málsins með því
að sletta orðum, að búa til ný orð eða að nota orð í annarri merkingu en hefð-
bundið er - en þó á þann hátt að allir þeir sem kunna íslensku skilja: hugar-
dýpt, viðfang, maskína, vænn, lógískt, abstrakt, helgispjöll, fatta, náttúrulega.