Skírnir - 01.04.1997, Síða 172
166
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
þá meira að sjá um sig sjálf en í dag, því þá var fjölmiðlaheimurinn
enn ekki fæddur.2
f skáldverkum sínum leitast Einar við að lýsa samfélaginu í listrænu ljósi
sem á lítið skylt við umhverfislýsingar í Reykjavíkursögum þeirrar rit-
höfundakynslóðar sem kemst til vegs og virðingar á árunum 1950-70.
Auk þess eru skáldverk hans kröftugt svar við þeim rithöfundum eftir-
stríðsáranna, s.s. Ólafi Jóhanni Sigurðssyni og Indriða G. Þorsteinssyni,
sem drógu upp skarpar andstæður milli töfra sveitalífsins og þeirrar ein-
angrunar og firringar sem borgarmenning átti að hafa í för með sér.
Endurskoðun Einars á samfélagsgildum sveitamenningarinnar veldur
því að hann hafnar hefðbundnum andstæðum tilgangsríkrar tilvistar og
merkingarsnauðs lífs. í stað Jónasar Hallgrímssonar, fjallsins, dalsins,
náttúrunnar og sjálfmenntaðra sveitamanna, teflir hann fram Bítlunum,
blokkum, byggingarsvæðum og rökurum svo nokkur dæmi séu nefnd.
Frásagnarandinn breytist þó lítið, því hið nýja er alltaf að hluta hefð-
bundið í meðförum Einars og þannig tekst honum að brúa bilið milli
gamals og nýs tíma. Hann skapar heim þar sem skottur og mórar flytja í
bæinn líkt og íslenskur almúgi, án þess þó að glata sínum þjóðlegu eigin-
leikum.
Reykjavíkurmyndir Einars Más Guðmundssonar eru því jafn langt
frá raunsæislegum veruleika og rómantískar sveitalífslýsingar, enda við-
urkennir hann sjálfur að bækur hans eigi ekki að vera „þjóðfélagslýsing
um það ‘hvernig var að lifa á tímum viðreisnarstjórnar’“.3 Ef fjarlægðin
gerir fjöllin blá og sveitina sæta, skapar Einar sams konar hughrif í lýs-
ingu á veruleika sem stendur borgarbúum mun nær. Hann vekur með
lesendum sínum ljúfsáran söknuð til tíma sem flestum er enn í fersku
minni og skapar þannig skáldlega fjarlægð á nánustu fortíð íslendinga í
nútímasamfélagi. Hann sýnir að galdur og fantasía geta eins þrifist á
steinsteyptum svæðum borgarinnar, sem upp til dala.
En Einar tekst ekki aðeins á við íslenska fortíð. Sögur hans vísa í er-
lenda sagnahefð sem spannar næstum þrjú þúsund ár, frá Hómer,
Shakespeare og riddarasögum miðalda til nútímabókmennta. I annarri
skáldsögu Einars, Vœngjaslœtti í þakrennum (1983), er sögumaður,
strákurinn Jóhann Pétursson, tekinn höndum og fluttur nauðugur yfir í
hverfi Fedda feita þar sem hann er dæmdur til hengingar. Jóhann er
leiddur eftir götunum, líkt og germanskur eða gallískur hershöfðingi sem
færður er í böndum til Rómar, og félagar Fedda pína hann með því að
pikka í hann með prikum: „Það hringlar í leðurjökkum þeirra og eirðar-
2 „Lífsgleðin á grunnplaninu: Guðmundur Andri Thorsson og Páll Valsson
ræða við Einar Má Guðmundsson". Teningur, 3 (1987), s. 44.
Sama, s. 45.
3