Skírnir - 01.04.1997, Síða 173
SKÍRNIR HEIMURINN SEM KRÓNÍSK RANGHUGMYND
167
laus vindurinn blæs þegar komið er útá sandauðnina".4 Erjur tveggja
strákahópa um kofaþyrpingu (93-97) verður að öðru og meira þegar
sjálft frásagnarformið er sótt í Ilíónskviðu eða Bellurn Gallicum Sesars.
Þessar vísanir í herbókmenntasöguna bregða „stórum svip yfir dálítið
hverfi“ svo vitnað sé í Einar Benediktsson.
Einar Már er sér meðvitaður um þessi tengsl verka sinna við bók-
menntaarfinn. Hann hefur vísað til þeirra ummæla T. S. Eliots í „Hefðin
og hæfileiki einstaklingsins" (1920)5 að bókmenntir allra tíma séu í stöð-
ugum samræðum og nútímabókmenntirnar séu leið okkar inn í
fornöldina.6 I þessum söguskilningi blandast fortíð og nútíð því bók-
menntirnar mynda heild sem hafin er yfir tíma og rúm: „En um leið og
frásagnarlistin teygir sig allt aftur í bernsku mannkyns stendur hún
einnig föstum fótum í samtíðinni. Sögur, ævintýri, ljóð .... Allt eru þetta
fjársjóðir sem óháðir gengisbreytingum auðga hugann, hallir sem í marg-
ar aldir hafa verið í smíðum í höfðinu, æskubrunnar fullir af eilífð.“7 Nú-
tímabókmenntirnar eru í senn hluti af hefðinni og bæta við hana. Hefðin
hefur áhrif á verkið og verkið breytir hefðinni með því að endurskrifa
hana út frá samtímalegum forsendum. Þessi breytilega endurtekning er
nauðsynleg því án samræðunnar við nútímann tapar fortíðin gildi sínu:
„Við erum að ala okkur upp í nútímabókmenntum og síðan les maður
þetta með þeirra augum. Eg held að Borges og Marquez hafi tengt okkur
miklu meira við okkar gamla arf en allar yfirheyrslurnar í barnaskólan-
um um bardagana."8 Arfurinn öðlast því merkingu við endurskoðun
gamalla gilda.
Líkt og margir aðrir samtímarithöfundar skapar Einar sér heim, sem
lýtur eigin lögmálum og tilheyrir því nútímagoðsögusviði sem Ástráður
Eysteinsson tengir sagnaheimi Faulkners, Marquez og Joyce í ritdómi
um þriðju skáldsögu Einars, Eftirmála regndropanna (1986):
Sagnaheimur Einars er [...] tiltekið hverfi í borg sem heitir Reykjavík,
en að öðru leyti er ekki beinlínis um raunsæja borgarlýsingu að ræða.
Hverfið á að standast sem heimur út af fyrir sig, heimur sem skír-
4 Einar Már Guðmundsson, Vœngjasláttur í þakrennum. Reykjavík: Almenna
bókafélagið, 1983, s. 97-98.
5 Sjá T. S. Eliot, „Hefðin og hæfileiki einstaklingsins". Matthías Viðar Sæ-
mundsson þýddi úr ensku. Spor í bókmenntafræði 20. aldar, ritstj. Garðar
Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir. Reykjavík: Bók-
menntafræðistofnun Háskóla Islands, 1991.
6 Sjá „Lífsgleðin á grunnplaninu: Guðmundur Andri Thorsson og Páll Valsson
ræða við Einar Má Guðmundsson”, s. 47.
7 Einar Már Guðmundsson, „Hin raunsæja ímyndun". Tímarit Máls og menn-
ingar, 51/2, (1990), s. 97.
8 „Lífsgleðin á grunnplaninu: Guðmundur Andri Thorsson og Páll Valsson
ræða við Einar Má Guðmundsson", s. 47.