Skírnir - 01.04.1997, Page 174
168
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
skotar til borgarlífs raunverunnar, en gerir það á eigin forsendum,
eftir sjálfsköpuðum lögmálum ef svo má að orði komast. Með þessu
móti er hægt að skapa úr sögusviðinu eins konar heimskerfi sem
túlkar raunveruleikann á þann veg sem minnir á fornar goðsögur,
enda eru slík sögusvið iðulega nefnd goðsagnaheimar.9
Þau sjálfsköpuðu lögmál sem Ástráður minnist á tengjast kröfu Einars
um virkni ímyndunaraflsins. Onnur ljóðabók Einars, Sendisveinninn er
einmana (1980), snýst að hluta um nýjan og ferskan skilning á veruleika
borgarlífsins. I ljóðinu „þögull eins og meirihlutinn“ hvetur skáldið les-
andann til að einangra sig ekki um of og lesa ekki merkingarleysi í allar
athafnir sínar. Firring er afstaða, uppgjöf gagnvart þeim hlutveruleika
sem „ímyndunaraflið ræður ekki við“. Menn gefa lífinu tilgang og finna
töfrana í tilverunni með því að vakna til vitundar um umhverfi sitt:
lærð að meta blokkina
lyftuna sem gengur fyrir rafmagni
blokkina sem er rúðustrikuð síða í reikningsbók
ljósgráa mölina og fánann sem er jafn stoltur og þú
lærð að meta blokkina10
Herkvaðning Einars minnir um margt á þá íslenska höfunda 19. aldar
sem vildu vekja landa sína af doða hefðbundinnar veruleikasýnar og end-
urheimta þá töfra sem virtust að eilífu flúnir úr íslenskum veruleika.
I áherslunni á undur mannlegrar tilvistar skiptir þó litlu hvort við
tengjum bækur Einars rómantík síðustu aldar, eða lítum nær okkar sam-
tíma til suður-ameríska töfraraunsæisins, svo aðeins tvö dæmi séu tekin.
I slíkum skáldskap er jöfnum höndum lýst undri hefðbundinnar
veruleikasýnar og eðlilegum viðbrögðum við undursamlegum atburðum.
I sagnaheimi sínum hafnar Einar einstrengingslegri aðgreiningu raunsæis
og ímyndunarafls því: „einsog menn vita rata merkimiðar oft á vitlausa
vöru. Hvað þýðir til dæmis hugtak einsog ævintýralegt raunsæi? Að til
sé raunsæi án ævintýra? Að ævintýrin séu eitthvað sem bætt er við veru-
leikann? Að hvorki veruleikinn né ævintýrið geti verið hvort tveggja í
senn?“n
9 Ástráður Eysteinsson, „Syndaflóð sagnaheims“. Skírnir, 161 (vor 1987), s.
184.
10 Einar Már Guðmundsson, Sendisveinninn er einmana. Reykjavík: Svart á
hvítu, 1980, s. 21.
11 Einar Már Guðmundsson, „Hin raunsæja ímyndun“, s. 99.