Skírnir - 01.04.1997, Qupperneq 176
170
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
tek hér sem dæmi Ijóðið „kúbudeilan", sem sýnir vel leik Einars Más
með sjónarhorn, þótt það sé aðeins tvær línur að lengd:
meðan heimurinn hrundi einsog miðaldakastali
lék ég mér í pollunum einsog hinir krakkarnir14
Hér birtast þrjú ólík vitundarsvið, eitt sakleysislegt og tengt leikjum
barna, annað tengt margræðum og oft rómantískum hugmyndum okkar
um miðaldir,15 og hið þriðja (sem felst í titlinum) er vísun í eina óhugn-
anlegustu viku kalda stríðsins þegar heimurinn virtist ramba á barmi
tortímingar. Hvert um sig segja þessi sjónarhorn okkur ekkert um merk-
ingu ljóðsins. Hún felst í sköruninni á milli þeirra.
Margbrotnari dæmi um framandgervingu sem sækja merkingu í
reynsluheim viðkomandi sögumanns má, svo dæmi sé tekið, finna í ólík-
um veðurfarslýsingum skáldsagnanna Riddarar bringstigans (1982),
Vxngjasláttur íþakrennum og Englar alheimsins (1993). I þeirri fyrstu er
sögumaðurinn, Jóhann Pétursson, rétt undir skólaskyldualdri: „Fram
eftir degi eru göturnar slabbkenndar, gúmmískórnir drullast út og hvar
sem maður kemur skilur maður fótspor sín eftir í jörðinni. En með
kvöldinu harðna göturnar og byrja allar að glitra í örlitlum kristöllum.
Skyggni ágætt.“16 Lýsingin á haustveðráttunni er sótt í heim barnsins um
leið og hún er gerð kómísk með veikburða vísun í tungumál veðurstof-
unnar. I næsta dæmi er Jóhann orðinn nokkrum árum eldri og mynd-
málið sækir því styrk sinn í þroskaðra sjónarhorn þess sem sér skýin sem
knattspyrnumenn: „Þau hlupu um í hvítum stuttbuxum, eltu hvert
annað yfir víðan og breiðan völlinn, þar til buxurnar upplituðust og
völlurinn var orðinn eitt drullusvað."17 I síðasta dæminu sækir framand-
gervingin hins vegar merkingu í annarlegt sjónarhorn hins geðsjúka, en
sögumaðurinn, Páll Ólafsson, lýsir vorinu með orðum sjúklingsins:
„Þegar fjöllin fara úr hvítu sloppunum koma fuglarnir í heimsókn.
Læknirinn tekur myrkrið og hellir því í bolla, hverfur svo inn í skamm-
degið á skrifstofunni.“18
Sögumaður Vængjasláttarins segir ekki „skýin eru eins og fótbolta-
kallar“, en slíkt myndmál gæfi til kynna óvenjulegt sjónarhorn og tæki
14 Einar Már Guðmundsson, Er nokkur í kórónafötum hér inni?, s. 16.
15 í greiningu Jóhanns Péturssonar á mikilvægi kastalans í húsagerðarlist fyrri
alda er hin barnslega sýn í fyrirrúmi. Sjá Einar Má Guðmundsson, Riddara
hringstigans. Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1982, s. 181-82.
16 Einar Már Guðmundsson, Riddarar hringstigans, s. 111.
17 Einar Már Guðmundsson, Vœngjasláttur íþakrennum, s. 190.
18 Einar Már Guðmundsson, Englar alheimsins. Reykjavík: Almenna bókafélag-
ið, 1993, s. 221. Lýsinguna má lesa sem útúrsnúning á þekktu ljóði Jóhanns
Sigurjónssonar „Bikarinn".