Skírnir - 01.04.1997, Page 177
SKÍRNIR HEIMURINN SEM KRÓNÍSK RANGHUGMYND
171
raunsæislega á málþroska ungs drengs. Samspil sögumanns og söguhöf-
undar skapar því nýja, upphafna sýn sem verður til við skörun tveggja
ólíkra vitundarsviða. En þótt óvenjulegur sögumaður sé rót þeirra ann-
arlegu lýsinga sem setja svip sinn á sögusvið Einars, eru þessar lýsingar
alltaf færðar í skáldlegan búning. Við þessa göfgun flæðir ímyndunar-
aflið út yfir mörk hefðbundinnar veruleikasýnar. Við lesum um krakka
sem eru jafn sleipir í Biblíunni og nýútskrifaðir guðfræðingar og eðlilegt
þykir að strákurinn Jóhann Pétursson setji sig í spor Ara fróða. Af þess-
um sökum væri firra að hafna bókum Einars, eða afgreiða stíl hans á
þeim forsendum að hann skorti skilning á vitundarlífi barna eða geð-
sjúkra. Með slíkri kröfu væri þeim grundvallarforsendum sem einkenna
sagnaheim Einars hafnað. Alit eins mætti fetta fingur út í þá leiðu rök-
leysu Miltons að láta skrattann tala ensku í söguljóði sínu Paradísar
missi.
Sjónarhornsbreytingarnar gera það að verkum að þótt hægt sé að
leita í smiðju hjá jafn ólíkum rithöfundum og Gúnther Grass og William
Wordsworth (1770-1850) við greiningu á sögumanni og stíl Riddaranna,
er slíkt ekki vænlegt til árangurs þegar kemur að Vœngjaslœttinum. For-
sendur sagnanna eru gjörólíkar og kannski má greina þroskasögu
Jóhanns Péturssonar í tímanum sem líður milli bókanna. Hér á ég því
ekki við þroskasögu í hefðbundnum skilningi orðsins, heldur fremur
hvernig frásögnin þróast úr sjálfhverfum skilningi á veruleikanum yfir í
skilning sem er samfélagslegri. Við það færist Jóhann út í jaðar frásagnar-
innar og aðrar raddir taka að hljóma. Einar hefur sjálfur lýst því svo að í
„Riddurmmm er veruleikinn undarlegur en í Vængjaslœttinum er hið
undarlega verulegt. Kaflarnir verða meira fabúlerandi, og dvalið meira
við sögulegt móment í stað þess að reka söguna áfram.“19
Sú andstæða undarlegs veruleika og veruleika undurs sem Einar gerir
að umræðuefni verður enn skarpari í þriðju skáldsögu hans, Eftirmála
regndropanna (1986). Jóhann er horfinn af sögusviðinu og í staðinn snýr
höfundur sér að heimi fullorðna fólksins. Þar helst sú veruleikasýn sem
ríkir við lok Vængjasláttarins, en í síðasta kafla þeirrar bókar endur-
heimta hinir fullorðnu aftur völdin í hverfinu með því að fjarlægja dúfna-
kofahverfið sem hafði verið miðjan og aflvakinn í heimsmynd barnanna.
Lokaorð Vœngjasláttarins bera yfirskriftina „Epílógur um veðrið",
en þar skolar regnið burt síðustu menjum krakkamenningarinnar. Eftir-
málinn (epílógurinn) sýnir þó vanmátt skipulagskröfunnar frammi fyrir
óreiðu lífsins, því regnið og nóttin eru boðberar þeirrar fantasíu sem í
Eftirmálanum var takmörkuð við dúfnakofa og leikaramyndir. Fantasían
hefur fært sig upp á kústskaftið og heldur nú eins og refsinorn inn yfir
hverfið. Meðan börnin sofa taka myrkraöflin völdin:
19 „Lífsgleðin á grunnplaninu: Guðmundur Andri Thorsson og Páll Valsson
ræða við Einar Má Guðmundsson", s. 45.