Skírnir - 01.04.1997, Page 178
172
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
ævaforn illfygli með tröllshausa vitja barnanna sem í stóru blokkun-
um sofa saklaus í rúmum sínum.
Þeim birtast líka fokreiðir dvergar og álfar sem segjast með
kreppta hnefa á lofti bæði munu halda kofasmíðunum áfram og verja
stóru dularfullu steinana þar til að minnsta kosti verkstjórinn hefur
tapað glórunni.
Þá hlæja börnin.
Illkvittinn hlátur þeirra fyllir íbúðirnar og svífur út um gluggana
útí myrkrið.
Vitaskuld finnst foreldrunum þetta skrýtið.
Áhyggjufullir velta þeir því fyrir sér af hverju börn þeirra eru allt
í einu byrjuð að hlæja upp úr svefni í stað þess að tala.20
I Eftirmálanum erum við komin yfir á svið sameiginlegrar undirvitundar
þar sem fárviðri mótar drauma og hugsanir heils hverfis. Einar gefur
sjálfur þennan lestur til kynna í viðtalinu í Teningi þar sem hann lítur á
„Eftirmálann sem síðasta kaflann í Vœngjaslœttinum, þar sé komin refs-
ingin fyrir að ... nei nú segi ég ekki meir, því öll svona túlkunaratriði læt
ég liggja í undirvitund textans".21 Á þessu þriggja punkta svæði höfund-
arþagnarinnar er hægt að koma sér fyrir á ýmsa vegu. Ég ætla að taka
Einar á orðinu og skoða nánar þá undirvitund textans sem hann kaus að
þegja yfir. _
í bók sinni Undir oki siðmenningar (1930) setur Freud fram þá kenn-
ingu að einstaklingurinn og samfélagið eigi í sífelldri baráttu. Siðmenn-
ingin krefst stöðugrar undirgefni og einstaklingurinn þarf því að bæla
frelsisþörf sína til að þrífast innan samfélagsins:
Mannlegt líf í sameiningu verður þá fyrst mögulegt, þegar saman er
kominn meirihluti, sem er sterkari en nokkur einn einstaklingur og
sem stendur saman gegn öllum einstaklingum. Vald þessa samfélags
er þá sett fram sem „réttur“ andstætt valdi einstaklingsins, sem er for-
dæmt sem „hrátt ofbeldi". Þessi flutningur á valdi einstaklingsins yfir
á vald samfélagsins er stórt skref í átt til siðmenningar. Megin kjarni
þess er í því fólginn, að meðlimir samfélagsins slá af möguleikum sín-
um til fullnægingar, en hins vegar þekkti einstaklingurinn engar slíkar
takmarkanir. [...] Einstaklingsfrelsið er engin gjöf siðmenningarinn-
ar. Frelsið var mest, áður en nokkur siðmenning kom til sögunnar.22
20 Einar Már Guðmundsson, Eftirmáli regndropanna. Reykjavík: Almenna
bókafélagið, 1986, s. 16.
21 „Lífsgleðin á grunnplaninu: Guðmundur Andri Thorsson og Páll Valsson
ræða við Einar Má Guðmundsson“, s. 45.
22 Sigmund Freud, Undir oki siðmenningar. Sigurjón Björnsson þýddi og ritaði
inngang. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1990, s. 39.