Skírnir - 01.04.1997, Síða 181
SKÍRNIR HEIMURINN SEM KRÓNÍSK RANGHUGMYND
175
um er sögusviðið fyrst og fremst heimur hinna fullorðnu.26 Við þessa
breyttu vitundarmiðju vex raunsæiskrafan þrátt fyrir að sögusviðið mót-
ist enn af lýsingum á undursamlegum atburðum. Þversögnin verður líka
önnur, því hún einkennist af togstreitu tveggja merkingarsviða sem les-
andinn á erfitt með að samræma, því undrið tilheyrir raunsæissýninni í
síðari bókum Einars. Sú ásættanlega miðlun sem finna má milli vitundar-
sviða í fyrstu tveimur bókunum, þar sem rómantísk hugmyndafræði
brúar t.d. bilið milli veruleikaskynjunar æsku og fullorðinsára, hverfist
nú yfir í miðlunarleysi. Ókennileikatilfinningin ber þessu miðlunarleysi
vitni, en það nær hámarki í geðveikum sögumanni Englanna þar sem bil-
ið milli undurs og raunsæis virðist með öllu óbrúanlegt. Að sama skapi
verður sú krafa sífellt sterkari að lesandinn finni sjálfur merkingu í þver-
sögnunum. Hann getur ekki lengur leyft sér þann munað að þiggja hana
hugsunarlaust frá miðlægri höfundarrödd.
3. Um skynsamlegar og óhrekjanlegar skýringar
Á meðan fantasían í Eftirmálanum minnir einna helst á framrás myrkra-
aflanna í bók Mikhaíls Búlgakov, Meistaranum og Margarítu, eru
smásagnasafnið Leitin að dýragarðinum (1987) og skáldsagan Rauðir
dagar (1990) skrifaðar í raunsærri stíl. Einar Már hefur sjálfur sagt sög-
urnar standa nær munnlegri sagnalist en „hinar bækurnar sem eru
byggðar upp sem einhvers konar draumur".27 Þessar bækur Einars hafa
átt hvað minnstum vinsældum að fagna og er skýringarinnar að nokkru
að leita í hversdagslegri frásagnarhætti sagnanna. Þar má þó finna
óvenjuleg sjónarhorn og nægir að nefna úr Leitinni að dýragarðinum
smásögurnar „Regnboga myrkursins“, þar sem geðveiki Viktors úr
Englum alheimsins gerir fyrst vart við sig, og veðurfræðilega forlagatrú
sögunnar „Þegar örlagavindarnir blésu“ sem minnir helst á Eftirmálann.
Áhrifin frá Meistaranum og Margarítu má jafnvel finna í raunsæis-
legustu sögu Einars, Rauðum dögum. I frumdrögum verksins minnir
Ragnhildur helst á þá hjálpardjöfla Wolands sem leika mikilvægt
hlutverk í verki Búlgakovs; kött með veiðihár sem „minntu á fífldjarfan
riddaraliðsforingja" og grunsamlegt mannskrípi í köflóttum buxum með
knapahúfu á höfði.28 Einar segir sjálfur að í upphafi hafi hann einvörð-
26 Bókum Einars Fólkið í steininum (1992) og Hundakexib (1993) er beint til
barna. Þótt athyglivert væri að bera þær saman við trílógíuna, þar sem sögu-
sviðið er svipað, eru forsendur þeirra aðrar. Af þessum sökum hef ég með öllu
litið fram hjá þeim í greiningu minni.
27 Silja Aðalsteinsdóttir, „Ósýnilegi barþjónninn segir frá. Viðtal við Einar Má
Guðmundsson". Tímarit Máls og menningar, 56/2 (1995), s. 17.
28 Sjá Mikhaíl Búlgakov, Meistarinn og Margaríta. Ingibjörg Haraldsdóttir
þýddi úr rússnesku. Reykjavík: Mál og menning, 1981, s. 49 og 45.