Skírnir - 01.04.1997, Page 182
176
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
ungu haft áhuga „á þessu búrleska í sögunni, ætlaði að hafa hana alla í
götuvígjum sem enginn vissi hvernig voru til komin og þjóðfélagslegum
furðum. Þá var stúlkan allt öðruvísi, meiri fígúra, gekk um í kjólfötum
með appelsínugul veiðihár eða eitthvað álíka. Og líka strákurinn sem
síðar varð að Eiríki í sögunni."29
I Meistaranum og Margarítu eru Woland og djöflar hans fulltrúar
þeirrar óreiðu sem liggur undir sléttu og felldu yfirborði samfélagsins.
Þeir birtast og hverfa án nokkurra sýnilegra ástæðna, refsandi smáborg-
urum og skriffinnum Moskvuborgar. Þegar þeir að lokum hverfa leita
íbúarnir röklegra skýringa á undursamlegum atvikum síðustu vikna og
losna þannig ekki undan þeirri ókennileikatilfinningu sem heltók huga
þeirra meðan á sjálfum hrellingunum stóð: „Á öllu fengust skýringar, og
því er ekki að neita að skýringarnar voru bæði skynsamlegar og óhrekj-
anlegar. Fulltrúar lögreglunnar og nokkrir reyndir sálfræðingar slógu því
föstu að meðlimir glæpaflokksins [...] væru dáleiðendur, gæddir ein-
stæðum krafti, og gætu sýnt sig annarsstaðar en þar sem þeir væru stadd-
ir í raun og veru.“30 Öllum sögusögnum um „óhrein öfl“ er eytt af raun-
veruleikakröfunni, líkt og gerist í Eftirmálanum, enda sú freisting rík að
leita uppi fyrra jafnvægi, þrátt fyrir að forsendur þess séu brostnar.
I Rauðum dögum ber raunsæið undrið ofurliði, en þar má þó finna
sömu efnisþætti og einkenndu skráveifur Wolands og hjálpardjöfla hans.
Félögum Rauða hússins er lýst sem refsandi, djöfullegu afli sem áréttar
átök góðs og ills. Orðin „Hér býr djöfull borgaranna“,31 sem letruð eru á
kirkjuhurð í borginni, framandgera stöðu þjóðkirkjunnar og sýna að líkt
og í Meistaranum er ekki lengur hægt að ganga að hefðbundinni, borg-
aralegri aðgreiningu góðs og ills sem vísri. Götuvígið sem enginn veit
hvaðan kom og Einar gerði að umræðuefni er ekki með öllu horfið úr
endanlegri útgáfu sögunnar: „því næsta morgun var götuvígið komið aft-
ur, að vísu ekki við sama götuhorn, heldur annars staðar í borginni og
þannig flakkaði það á milli götuhorna“ og það er jafnvel „af yfirnáttúr-
legum toga“ (41, 43).
Sú ókennileikatilfinning sem í Meistaranum og Eftirmálanum stafar
af tilvistarlegum efa, er í Rauðum dögum hugmyndafræðileg og hverfist
um gjaldþrot gamalla og rótgróinna gilda. Árásirnar beinast að stjórn-
skipulaginu, þjóðkirkjunni og menningararfinum, því ríkisstjórninni er
reist níðstöng, klúryrði letruð á kirkjudyr og styttan af Jónasi Hall-
grímssyni er færð í kjólföt.32 Viðbrögð borgarbúa árétta ókennileikann,
29 Silja Aðalsteinsdóttir, „Ósýnilegi barþjónninn segir frá“, s. 19.
30 Mikhaíl Búlgakov, Meistarinn og Margaríta, s. 359.
31 Einar Már Guðmundsson, Rauðir dagar. Reykjavík: Almenna bókafélagið,
1990, s. 39.
32 Árásin beinist ekki endilega að persónu Jónasar Hallgrímssonar. Athyglinni er
fremur beint að því hvernig ríkið hefur gert hann að sínum málsvara. Með því
að framandgera styttu Jónasar verður staða hans innan íslenskrar menningar