Skírnir - 01.04.1997, Page 183
SKÍRNIR HEIMURINN SEM KRÓNÍSK RANGHUGMYND
177
því furðulegum fregnum rignir yfir borgina, Ragnhildur les fréttir í
dagblöðum, heyrir sögur á skotspónum um leið og dularfullir lögreglu-
þjónar og jólasveinar brengla samfélagsvitund barnanna (sjá 39, 42-43).
Þar sem enginn lýsir sig ábyrgan og lögreglan grípur alltaf í tómt fæst
engin ásættanleg niðurstaða. En í stað þess að finna svörin í pólitísku
umróti stúdentahreyfingarinnar er undursamlegra skýringa leitað: „Eftir
sátu málin, dönsuðu einsog andar á borðum og spunnu grillur, furðu-
legri en flest annað" (47). Raunveruleikakrafan nær ekki að festa rætur,
því röklega skýringin er lituð af dulrænu þegar bent er á að einhverjir af
undarlegu sértrúarsöfnuðunum kunni að hafa átt hlut að máli. Hér er því
undrið ekki afgreitt út frá ófullnægjandi svörum rökvísinnar. Fremur má
segja að borgarbúar og yfirvöld leiti svaranna í undursamlegum atburð-
um til þess að þurfa ekki að horfast í augu við þá samfélagslegu sundr-
ungu sem gefur raunsærri lestri merkingu. Höfnun samfélagsins á slíkum
lestri gefur til kynna geðsýkislegan einstrengingshátt sem reynt er að
réttlæta með óttanum við annarlega, erlenda menningarstrauma.
I titilsögu Leitarinnar að dýragarðinum eru skilin milli undurs og
raunsærrar veruleikasýnar óljósari. Hér segir frá Frakkanum Dominique
Denise sem virðist ýmist vera fáviti og/eða Messías endurborinn. Sagan
lýsir vaxandi trúarvitund Dominiques allt frá unglingsárum í Bordeaux
þar til hann, að því er virðist fyrir tilviljun, ákveður að halda til Islands.
Hann kemst þó aldrei alla leið því seinni hluti sögunnar segir frá afleið-
ingum einkennilegrar dvalar hans í Þórshöfn.
Veruleika sögusviðsins er ómögulegt að höndla. Annars vegar býr
Dominique í þeim hlutlæga og raunsæja heimi sem knýr frásögnina
áfram og hins vegar í huglægum heimi yfirskilvitlegs veruleika. Milli
þessara tveggja heima er stöðug togstreita þar sem hið trúarlega og dul-
ræna er annars vegar afgreitt sem skynvilla, geðveiki, einfeldningsháttur
og fullkomið hæfileikaleysi til þess að túlka hlutveruleikann og hins
vegar sem staðfesting á merkingarheimi handan skilningarvitanna fimm.
Stundum virðast þessir heimar skarast en Einar lætur lesandanum
algjörlega eftir að leggja merkingu í atburðina.
Lýsandi kafli segir frá fundi Dominiques og indversks kenniföður,
en sá síðarnefndi hefur meðal annars unnið sér það til frægðar að vera
stundum staddur á mörgum stöðum í senn, hafa sporðrennt bíl og breytt
sér í fíl. Sú staðreynd að ráðherrafrúr hafa hugleitt undir handleiðslu
hans og leikarar og skemmtikraftar þakka honum árangur sinn gerir
hann samstundis varhugaverðan í huga þess lesanda sem er langþreyttur
á dulspekiskrípalátum hippatímabilsins. Þannig eru allar tilraunir til
beinnar og milliliðalausrar upplifunar á astralsviðinu gerðar að eftirsókn
óræðari. Kaflinn um beinamálið í Atómstöð Halldórs Laxness væri að sama
skapi tilraun til þess að véfengja hugmyndafræðilega misbeitingu ríkisins á
þjóðskáldinu.