Skírnir - 01.04.1997, Blaðsíða 184
178
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
eftir vindi og þau okkar sem finna hjá sér tilhneigingu til slíks lesturs
færa á svipstundu skömm sína yfir á háðulegar persónur sögunnar. En
Einar leyfir ekki hinum hrokafulla lesanda að koma sér þægilega fyrir í
sinni vissu, því fundum indverska leiðbeinandans og Dominique er lýst á
eftirfarandi hátt í sögunni:
„Þú þarft ekki að segja mér hver þú ert. Við höfum sést áður,
annars staðar í öðru lífi.“
„Hvenær var það?“ Leiðbeinandinn svaraði ekki en benti Dom-
inique að krjúpa fyrir framan sig, lagði lófann á koll honum og
strauk niður vanga hans. „Láttu hár þitt vaxa og skegg," sagði hann.
Með vingjarnlegri handahreyfingu gaf leiðbeinandinn síðan til kynna
að samtalinu væri lokið.
Á leiðinni heim reyndi Dominique að rifja upp forna staði,
gengna menn og jafnvel útdauðar dýrategundir, en þó hann myndi
engin fyrri tilverustig vaknaði hann sér til mikillar furðu alskeggjað-
ur næsta morgun og ljóst hár hans með rauðleitri slikju og örlítið
liðað náði alla leið niður á axlir.33
Segja má að sagan hvetji til mislesturs sem hún síðan leitast við að leið-
rétta, en þrátt fyrir þetta undursamlega atvik er Dominique alltof skrýt-
inn til þess að lesandi geti að fullu treyst því sem fyrir augu ber og því er
hann aldrei viss um á hvaða forsendum hann eigi að nálgast söguna. Við
sögulok situr Dominique einn eftir í brennandi farfuglaheimili og bíður
þess að eldhafið komi æðandi. Sögunni lýkur á eftirfarandi orðum: „Það
var að skola bjarma sínum yfir hann þegar hann tók til sinna ráða“ (223).
Við höfum alla söguna beðið eftir afdráttarlausri lýsingu á eðli þess-
arar dularfullu persónu. Þegar söguhöfundur, líkt og andskotinn í eyði-
mörkinni, lætur loks verða af því að freista Dominiques með því að
neyða hann til að sýna rétt eðli sitt, skilja sögulokin lesandann eftir í
lausu lofti. Og í fallinu læðist sá grunur að lesandanum að freistingunni
hafi fremur verið beint að honum og að hann hafi hafnað undrinu með
því að leita stöðugt sannana á því.
4. „Kleppur er víba“
Dominique er að mörgu leyti svipaður Páli Olafssyni, hinum framliðna
sögumanni Engla alheimsins, sem einnig gerir lesanda það örðugt að
draga hefðbundnar markalínur milli raunsæis og fantasíu, brjálæðis og
heilbrigðrar skynsemi. Vitundarmiðja Englanna er reyndar að mörgu
33 Einar Már Guðmundsson, „Leitin að dýragarðinum“, Leitin að dýragardin-
um. Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1988, s. 192.