Skírnir - 01.04.1997, Side 185
SKÍRNIR HEIMURINN SEM KRÓNÍSK RANGHUGMYND
179
leyti svipuð þeirri sem finna má í fyrstu bókum Einars, en í stað barns-
legrar sýnar og drauma snýst framandgervingin um tvöfalda stöðu sögu-
manns sem er geðsjúkur og því vanhæfur í raunsæjum skilningi orðsins,
en einnig engill sem leiðréttir orð geðsýkinnar.34
Við þessa tvöföldun vitundarmiðjunnar skapast sama íróníska tog-
streitan og merkja má í sögu Dominiques, en hér liggur hún í muninum á
milli ólíkra radda sögumannsins. Onnur er ótrúverðug sökum geðveiki,
hin er af guðlegum toga og því rík af merkingu. Raddirnar tvær má þó
ekki aðeins greina út frá andstæðunni lygi-sannleikur. I þeim má einnig
finna þær hliðstæður geðveiki og dulins sannleika sem eiga sér langa
sögu í vestrænni hugmyndafræði.
I grein sinni „Skipan orðræðunnar" fjallar Michel Foucault um hinar
mótsagnakenndu leiðir sem notaðar hafa verið til þess að marka orð-
ræðukerfum bás eftir sannleiksgildi þeirra. Sérhverri orðræðu er stjórnað
af viðmiðum og reglum sem gefa hugtakaforða hennar gildi í samræmi
við ríkjandi sannleikskröfu hvers tíma. Utilokun ákveðinnar orðræðu er,
að mati Foucaults, mótuð af ytri og innri hömlum og eru þeir þrír þættir
sem móta ytri hömlurnar bann, sannleiksvilji og markalína geðveiki. I
umræðunni um tvöfalda vitundarmiðju Engla alheimsins mótar síðast-
nefndi þátturinn merkingarheim sögunnar. Að mati Foucaults er orð-
ræða brjálseminnar gerð hættulaus fremur en að þeim brjálaða sé meinað
að mæla:
Allt frá miðöldum hefur brjálæðingurinn ekki mátt hafa mál sitt í
umferð eins og aðrir: stundum eru orð hans dæmd dauð og ómerk,
þau hafi engan sannleika til að bera né neina þýðingu, hafi ekkert
gildi í dómsmálum, geti ekki staðfest kaup eða samning, [...] á hinn
bóginn eru þau, ólíkt öllum öðrum, talin búa yfir sérstöku dulmagni,
þau geti tjáð dulinn sannleika, sagt fyrir um framtíðina, séð í barns-
legri einfeldni það sem viska annarra fær ekki greint. Það er ein-
kennilegt til þess að vita að í Evrópu hefur um aldir annað hvort ekki
verið hlustað á orð brjálæðingsins eða, ef það var gert, þá hefur verið
hlustað á þau sem boðbera sannleikans.35
Orðræðu brjálæðingsins er haldið í skefjum af samfélaginu og aðeins
gefin merking á táknrænan hátt í gegnum bókmenntalega sviðsetningu,36
34 Eleonore M. Guðmundsson fjallar um tvöfaldan sögumann Engla alheimsins í
grein sinni „Á leiðinni út úr heiminum til að komast inn í hann aftur“ sem
birtist í þessu Skírnishefti.
35 Michel Foucault, „Skipan orðræðunnar". Gunnar Harðarson þýddi úr
frönsku. Spor í bókmenntafrœði 20. aldar, s. 193-94.
36 Leikrit Shakespeares Hamlet, Lér konungur og Macbeth eru góð dæmi um
merkingarríkt, sviðsett brjálæði. Titillinn á síðari hluta Englanna, „Farand-
skuggar“, er fenginn úr Macbeth, V, 5:24.