Skírnir - 01.04.1997, Page 189
SKÍRNIR HEIMURINN SEM KRÓNÍSK RANGHUGMYND
183
mun flóknari en í fyrri sögum. Einar segir sjálfur um tengsl Englanna og
annarra skáldverka sem taka á geðsýki:
Sé þessi bók eitthvað ólík öðrum sem um svipað mál fjalla þá er það
af því að það er engin fyrirfram gefin mynd af málefninu í henni, eins
og gerist í Gaukshreiðrinu og fleiri verkum sem fjalla um spítala sem
stofnun. Þetta geta verið fyrirtaks bókmenntaverk, en mér hefur oft
fundist höfundar einfalda efnið. í þeim verkum er mórallinn gefinn.
En það eru þversagnir í öllu, sjúklingunum gagnvart spítalanum og
spítalanum gangvart sjúklingunum og læknar hafa mismunandi
skoðanir. Ég held að sagan mín reyni að samþætta sálfræðileg við-
horf, félagsleg og tilveruheimspekileg. Svo er örlagahyggja þarna líka.
Skáldsagan rúmar nefnilega alla þessa þætti. Menn eru oft að leita að
einhverju einu í bókmenntaumræðunni, eitthvað eitt á að vera ríkj-
andi, en leit skáldskaparins að svari við spurningum liggur eftir löng-
um gangi þar sem eru margar dyr inn í ólík herbergi.41
Aðgreiningin á milli skáldverka þar sem mórallinn er gefinn og bóka sem
líkt og Englarnir búa yfir ákveðinni þversögn er mikilvæg í ljósi þeirrar
samfélagslegu skyldu sem Einar gerir að umræðuefni í samtali sínu við
Silju Aðalsteinsdóttur.42 Saga Páls er ekki sögð út frá viðteknum skoðun-
um eða boðskap sem flestir upplýstir lesendur eru reiðubúnir að sam-
þykkja. Ástæðan er eflaust sú að með prédikun myndi Einar vekja með
lesendum sínum þau vélrænu viðbrögð sem móralskar skáldsögur á borð
við Gauksbreiðrið kalla á í lestri. I Englunum er lesandanum aftur á móti
boðið að túlka söguna á ákveðnum forsendum sem síðan eru að hluta til
dregnar til baka.
Til þess að skerpa frekar á umræddri aðgreiningu Einars má beita
hugmyndum bandaríska bókmenntafræðingsins Stanleys Fish, en hann
ræðir um tvær ólíkar leiðir höfunda við að koma boðskap á framfæri.
Mælskufræðileg skáldverk (rhetorical presentation), segir Fish, árétta
ráðandi samfélagsskoðun. Boðskapur þeirra krefst ekki mikillar virkni
þar sem ekki er leitast við að breyta hugmyndum þess lesanda sem mót-
aður er af ráðandi hugmyndafræði. Gegn þessari tegund texta teflir Fish
fram þráttarhyggjulegum skáldverkum (dialectical presentation). I slík-
um bókum takast á mótsagnakennd sjónarhorn og lesendum er látið eftir
að ráða í sannleikann.43 Þessi skáldverk hafa svipuð áhrif og framand-
gervingin hjá Shklovskíj því lesandinn öðlast frjórri sýn á veruleikann
með glímunni við þann texta sem hann les hverju sinni.
41 Silja Aðalsteinsdóttir, „Ósýnilegi barþjónninn segir frá“, s. 27.
42 Sama, s. 28-29.
43 Sjá meðal annars í „What is Reader-Response Criticism?“ Heart of Darkness,
ritstj. Ross C. Murfin. New York: St. Martin’s Press, 1996, s. 121.