Skírnir - 01.04.1997, Page 191
SKÍRNIR HEIMURINN SEM KRÓNÍSK RANGHUGMYND
185
unnar, þar sem sjúkir og heilbrigðir skipa skýrt afmarkaða og aðgreinda
hópa. Einar leggur sjálfur áherslu á mikilvægi þess að persónur sínar lúti
veruleika sögusviðsins: „Þegar fólk er komið inn í skáldsögu þarf það að
skrá sig inn í einhvers konar mynstur og verða áhugavert á annan hátt en
sem skringilegar mannverur."46 I viðbrögðum okkar við þessu mynstri
megum við því ekki ganga of langt í þá átt að telja orðræðu sturlunarinn-
ar geta tjáð dulinn sannleika, eða leggja að jöfnu veruleikaskynjun hins
geðsjúka og þeirra sem heilbrigðir teljast. Þrátt fyrir að Kleppur sé víða
er hann mönnum misþung byrði.
Matthías Viðar Sæmundsson kemst nær þversögnum sögunnar í
ritdómi sínum „Dimmir dagar“ þar sem hann ræðir tungumál brjálsem-
innar:
Þessar myndrænu lýsingar eru afar skáldlegar, kannski um of til að
hægt sé að leggja trúnað á þær sem reynslumyndir; ætli sársauki geð-
sjúklingsins sé nokkuð af skáldlegri ætt - er það ekki einber róman-
tík sem okkur hefur verið innrætt í menningu sem ýmist hefur litið á
sturlaða menn sem ómennskar skepnur eða innblásna vitringa, er
einhver djúp viska í æðinu? Frásögnin sjálf brýtur sjaldan af sér
ramma röklegs tungumáls, hún er skrifuð innaní rökhyggjunni sem
hinir heilbrigðu lifa við, sögumaður drottnar yfir hugsunum sínum
og athöfnum. Er það þá ekki rödd brjálseminnar sem heyrist á þess-
um síðum, er geðveikin ekki fremur viðfangsefni textans en veruleiki
hans ?47
Hægt er að styðjast við lestur Matthíasar á þversögnum sögunnar þó svo
að hann gangi að mínu mati ekki nógu langt í að greina gildi þeirra og
sjái þær sem veikasta hlekkinn í annars vel skrifuðu skáldverki. Orð
Matthíasar einkennast reyndar af svipaðri mótsögn, því sú spurning
hlýtur að vakna hvort sönn brjálsemi geti skilað sér inn í bókmenntaverk
án þess að verða að bókmenntalegri brjálsemi. I samfélagi þar sem orð-
ræða geðveikinnar er áréttuð eða útilokuð af sannleikskröfunni verður
aðgreining Matthíasar á geðveiki sem viðfangsefni fremur en veruleika
texta merkingarlaus, því brjálsemi bundin á blað krefst skýringar og
neyðir viðtakanda til þess að ráða í trúverðugleika þeirrar raddar sem
talar. Tungumál brjálseminnar er alltaf takmarkað af merkingarrýni þess
samfélags sem les. Sú mótsögn rómantískrar hugmyndafræði og röklegs
tungumáls sem Matthías gerir að umræðuefni ætti því fremur að beinast
að lesandanum sem hefur það erfiða verkefni að vinna úr henni.
46 Silja Aðalsteinsdóttir, „Ósýnilegi barþjónninn segir frá“, s. 31.
47 Matthías Viðar Sæmundsson, „Dimmir dagar“. Morgunblaðið, 1. desember
1993.