Skírnir - 01.04.1997, Page 193
SKÍRNIR HEIMURINN SEM KRÓNÍSK RANGHUGMYND
187
stríðsins.48 Jafnvel gamla kærastan hans Dagný átti það til að verða hug-
arburður:
Ég hef ekki aðeins ruglað henni saman við léttklæddu stúlkurnar úr
Playboyblöðunum og svarthærðu Tahítistúlkurnar af Gauguinmál-
verkunum.
Ég hef einnig séð henni bregða fyrir í Hollywoodkvikmyndum
og eitt sinn hélt ég að hún hefði ráðið sig sem hjúkrunarkonu hjá
Bandaríkjaher og orðið eftir í Víetnam. (107-108)
Söguna má því lesa sem eina stóra, króníska ranghugmynd. Ur því að
Viktor getur haldið því fram að hann sé Hitler og Óli bítill segi sig hafa
samið bítlalögin er ekki langsótt að ætla að Páll telji sig framliðinn
engil.49 Sá veiki hlekkur sem Matthías Viðar Sæmundsson gagnrýndi sem
menningarrómantík væri þá lúmskt bragð söguhöfundar. Mér er sem ég
sjái söguhöfundinn horfa glottandi á eftir kolrugluðum og margklofnum
sögumanni sínum steypast með trúgjarna lesandanum ofaní ranghug-
myndatómið.
5. „Svona geta skáldin skrifað“
Snemma í Englunum lýsir Páll fallegri, hvítri skútu sem siglir inn sundið
fyrir utan geðveikrahælið. Koma skútunnar vekur mikið umtal í hverf-
inu og telur Páll að vinir hans Siggi og Gulli hafi aldrei gleymt þeirri
tignarlegu sýn og að sá síðarnefndi hafi hugsanlega haft atvikið í huga
þegar hann málaði myndina „Fólkið við ströndina": „en á henni stendur
ósköp venjulegt fólk í fjörunni og horfir til hafs einsog eitthvað stór-
fenglegt sé í nánd, enda hafa flestir listgagnrýnendur túlkað þetta verk
sem biðina eftir guði“ (45). Öll gefandi umræða um málverkið hans
Gulla er úr sögunni þegar listgagnrýnendurnir hafa komið sér saman um
einhliða, húmaníska túlkun og er lesturinn gerður háðulegur með því að
finna uppsprettu verksins í fortíð Gulla. Á móti kemur að lesa má til-
vitnunina sem leið söguhöfundar til að draga vingjarnlegt dár að sögu-
manni sínum, því Páll gerir sig hér sekan um sömu einföldun, þar sem
hann, líkt og sumir bókmenntafræðingar, „leitar of langt yfir skammt" í
tilraun til þess að „finna föng höfundar“.50
48 Að þessu leyti minnir Páll á Saleem Sinai, söguhetju Salmans Rushdie úr
Midnight’s Ckildren, sem er fæddur á miðnætti 15. ágúst 1947, á sjálfstæðis-
degi Indlands. Fyrir þær sakir telur hann líf sitt samtvinnað örlögum ind-
versku þjóðarinnar.
49 Ein ástæða þess að dauði sögumanns er svo oft tekinn trúanlega er eflaust sú
að Islendingar tengja hann bróður Einars Más, Pálma Arnari Guðmundssyni,
sem lést árið 1992.
50 Silja Aðalsteinsdóttir, „Ósýnilegi barþjónninn segir frá“, s. 32.