Skírnir - 01.04.1997, Page 194
188
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
Þótt þessar tvær nálganir geti verið skemmtilegar sveiflast þær
öfganna á milli. Listgagnrýnendurnir í Englunum telja góða list alltaf
fjalla um eitthvað annað en hún virðist fjalla um og út frá þeim sannind-
um komast þeir að almennri niðurstöðu um merkingu verksins. Með
slíku vantrausti er hinni beinu skírskotun hafnað. Hin nálgunin er
alþýðlegri og liggur nær íslenskum hugsunarhætti. Listinni er fundinn
staður í raunveruleikanum og hún njörvuð niður í ævisögulegt samhengi.
Táknlegri vídd verksins er hafnað sem oflestri, en merkingin virðist samt
sem áður færast undan greinanda, því þótt skírskotunin sé bein er oft
erfitt að finna uppruna hennar. Listaverkið verður að flóknu vísanakerfi
þar sem sýnt er fram á raunverulegt nafn hvítu seglskútunnar, hver átti
hana og hvaða dag hún var væntanleg. Slíkur Stasilestur, svo notað sé
hugtak frá Einari Má,51 getur því verið jafn einstrengingslegur og útilok-
andi og krafan um táknlega skírskotun.
Sú tilhneiging að líta á bókmenntirnar sem lífseiga tossaþraut er
varhugaverð hvert svo sem viðfangsefnið er. I mælskufræðilegum skáld-
verkum, þar sem móralskur boðskapur er í fyrirrúmi, er sú freisting
alltaf til staðar að finna morðingjann, eða í þessu tilviki klepparann, inn-
an verksins. Þessi greiningarleið verður sífellt fjarstæðukenndari eftir því
sem skáldverkið gerist margraddaðra. I skáldsögu sem líkt og Englarnir
elur á þversögnum verður slíkur lestur ómögulegur. Þá er einsleitni náð
fram með því að benda á lykilsenur sem þurrka út allar aðrar raddir text-
ans, líkt og í lestri mínum hér að framan þar sem geðsjúklingurinn og
engillinn renna saman í eitt og niðurstaðan verður sú að þetta hafi eftir
allt aðeins verið í plati. Framandgervingin orsakast þá af geðsýki og vek-
ur á engan hátt tilfinningu fyrir lífinu. Hún verður að vélrænni ranghug-
mynd sem klínískur lestur leiðréttir. Slíkur lestur gengur vitanlega þvert
á þá sterku höfundarrödd sem finna má í öllum skáldverkum Einars, en
hún hvetur lesandann til þess að læra að meta blokkina og steinsteypt
leiksvæðin og sjá þau ekki aðeins sem sementskirkjugarð mannlegra
langana og vona. Með of einstrengingslegri raunsæiskröfu er hætta á að
menn brjóti tennurnar í þeim lúsakömbum sem eiga að hreinsa sálina.
Ég ætla því að snúa mér aftur að togstreitunni sem einkennir sögu-
svið Englanna. Hér er nærtækast að skoða þá aðgreiningu sannleika og
lygi, trúverðugleika og höfnunar höfundarraddar sem birtist í útgáfufyr-
irætlunum Páls:
Minn vandi er ekki að yrkja. Minn vandi er að koma ljóðunum á
framfæri.
Enginn vill gefa út Kleppara. Þeir eru einsog andófsmennirnir í
Sovétríkjunum. Þeir yrkja Klepparaljóð og koma út hjá Klepparafor-
lögum.
51 Sjá sama, s. 32.