Skírnir - 01.04.1997, Page 195
SKÍRNIR HEIMURINN SEM KRÓNÍSK RANGHUGMYND
189
En hvað þá með að yrkja ljóðin á íslensku en þýða þau svo yfir á
ensku og senda þau til Yoko Ono?
Ef Yoko líst vel á ljóðin og vill gefa þau út í milljón eintökum í
Bandaríkjunum veit ég að Grjóni í Stenslinum prentar upplagið með
glöðu geði. (152)
Irónían er augljós ef maður hefur í huga orð Einars Más um að heims-
bókmenntirnar logi af geðveiki.52 Annars vegar höfum við ótrúverðuga
rödd geðsjúklings sem fær verk sín ekki útgefin, hins vegar þá kröfu að í
sönnum skáldskap búi ákveðin tegund geðveiki sem leiði lesendur til
skilnings sem hafinn er upp fyrir takmarkanir mannlegrar hugsunar.
I Englunum má einnig sjá kröfuna um skýra aðgreiningu sannrar og
ósannrar orðræðu, en Foucault segir sannleiksviljanum viðhaldið með
uppeldi, í gegnum bækur, útgáfu, bókasöfn, vísindafélög, tilraunastofur,
háskóla, o.s.frv. Sem slíkur beitir sannleiksviljinn aðrar orðræður þrýst-
ingi sem verða að sækja sér merkingu í hann, þ.e. sækja sér réttlætingu í
sanna orðræðu.53
Páll virðist gera sér grein fyrir þessari stigskipun sannleiksorðræð-
unnar þó að hann geti seint talist fulltrúi hennar, eins og sést strax á
fyrstu síðum bókarinnar:
Sjálfsagt botna ég jafn lítið í raunveruleikanum og hann í mér. Að því
leyti erum við kvittir. Hann skuldar mér þó ekki skýringu á neinu og
ég stend mín reikningsskil frammi fyrir honum.
Auðvitað væri gott að geta bara sagt einsog þýski heimspekingur-
inn Hegel þegar einhver tjáði honum að kenningar hans væru ekki í
samræmi við raunveruleikann: „Vesalings raunveruleikinn, mikið
hlýtur hann að eiga bágt.“
Svona geta skáldin skrifað.
Svona geta heimspekingarnir sagt.
En við sem erum lagðir inn á hæli og vistaðir á stofnunum, við
eigum engin svör þegar okkar hugmyndir eru ekki í samræmi við
raunveruleikann, því í okkar heimi hafa aðrir rétt fyrir sér og þekkja
muninn á réttu og röngu. (10)
Lýsing Páls á sannleikskröfunni er í samræmi við greiningu Foucaults. I
vestrænum samfélögum virðast skáldin og heimspekingarnir raunveru-
legir handhafar sannleikans og hátt hafnir yfir geðsjúklingana. Þó örlar á
íróníu í orðum Páls og vafasamt hvort ummæli Hegels eigi að túlka sem
52 Sjá sama, s. 26-27.
53 Sjá Michel Foucault, „Skipan orðræðunnar“. Spor í bókmenntafrœði 20. ald-
ar, s. 195.