Skírnir - 01.04.1997, Side 196
190
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
einlæga sannleiksvissu heimspekingsins, eða sem kjánalegan einstreng-
ingshátt. Stærsta írónían felst þó í því að ef við tökum það trúanlegt að
sögumaður sé í raun og veru framliðinn, hefur Páll framkvæmt það sem
Hegel og skáldunum tókst ekki. Sá sem ekki virtist þekkja muninn á
réttu og röngu setur bók sína á blað handan móðunnar miklu og er
þannig orðinn handhafi þess sannleika sem Hegel og félagar gera tilkall
til með hrokanum einum saman. Þetta er skáldleg sannleikskrafa, því
hvort sem við lítum á engilinn Pál sem uppsprettu merkingar, eða
króníska ranghugmynd, fylgir sögumaður þeirri fornu hefð epísku
skáldanna að ákalla guðlegt máttarvald til þess að gefa orðum sínum
meira vægi.54
Titill og einkunnarorð bókarinnar bera þessu ákalli vitni, en það er
sótt í ljóð Davíðs Stefánssonar „Kvæðið um fuglana": „Snert hörpu
mína, himinborna dís, / svo hlusti englar guðs í Paradís“.55 I Englunum
er þessi aðgreining skálds og músu ekki til staðar ólíkt því sem gerist í
hefðinni, því Páll þarf ekki að sækja sannleiksmátt orða sinna út fyrir
sjálfan sig. Þar sem hann segist þegar vera látinn getur hann miðlað guð-
legri sýn milliliðalaust og þarf þess vegna ekki músu. Þannig verður saga
hans í ákveðnum skilningi: „orð höggvin í stein yfir grafreit sem flýgur
um tómið" (223).
6. Areitti lesandinn
Eins og Matthías Viðar Sæmundsson benti á í ritdómi sínum um Engl-
ana elur sagan á þversögnum. En í stað þess að sjá þær sem veikleika á
annars góðri bók má færa fyrir því rök að rómantískar persónulýsingar
verksins haldist í hendur við röklegan ramma tungumálsins og að sem
slíkar miði þversagnirnar að uppfræðslu lesandans sem verður að glíma
54 Lesendum til glöggvunar má benda á íslenskar þýðingar á ávörpum í sögu-
ljóðum Hómers, Virgils og Miltons. Sjá Kvidur Hómers I. Sveinbjörn Egils-
son þýddi. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1949, s. 1; Virgill, „Úr
Eneasarkviðu Virgils". Haukur Hannesson þýddi. Skírnir, 164 (vor 1995), s.
176; og John Milton, Paradísar missir. Jón Þorláksson þýddi. Kaupmanna-
höfn, 1828. I upphafsorðum Paradísar missis sést glöggt hvernig ákallið til
músunnar staðfestir sannleiksgildi skáldlegrar vitrunar: „Sýng þú, Menta- /
móðir himneska! / þú sem Hórebs fyrr / á huldum toppi, / eða Sínaí, / sauða-
verði / innblést fræðanda /[...]/ Eins, þar óðr minn / á þik heitir, / hvörr sér
vogar / með háu flugi / at efni því, / er enginn hefir / híngat til viðreynt / hug-
ar krapta, / ljóðum í / eða lausri ræðu. /[...]/ Upplýs óljóst, / efl hitt veika / í
mér! svo hróðr hárr, / sem höfugt efni, / vitni eylífrar / veg Forsjónar, / ok
gjöri mönnum ljóst / Guðs réttlæti" (1-2).
55 Davíð Stefánsson, „Kvæðið um fuglana", Ad norðan II. Reykjavík: Helgafell,
1952, s. 471.