Skírnir - 01.04.1997, Blaðsíða 197
SKÍRNIR HEIMURINN SEM KRÓNÍSK RANGHUGMYND
191
við mótsagnakennda veruleikasýn bókarinnar. Þeirri þráttarhyggjusýn
Stanleys Fish sem mótar viðtökufræðilegan lestur hans á Paradísar missi
mætti þannig einnig beita á Engla alheimsins. Flókin bygging beggja
verka er mótuð af tímaskyninu þar sem fortíð, nútíð og framtíð fléttast
saman. Þetta gerir lesandanum erfitt að fóta sig og finna þá merkingu
sem hann sækist eftir.
I frægri grein, „Uppgötvun sem formgerð í Paradísar missi“, segir
Fish raunverulega miðju Ijóðsins felast í fræðslu þess lesanda sem tældur
er til vafasamra túlkana út frá hæpnum forsendum og uppgötvar smám
saman brenglað gildismat sitt. Umbunin felst í því að í gegnum lesturinn
fær hann nýja og betri sýn á tilveruna.56 Uppbygging Paradísar missis
hefur þekkingarfræðilegt mikilvægi að mati Fish, því lesandinn er
neyddur til þess að afneita þeirri hugmyndafræði sem t.d. laðaði hann að
falskri hetjulund Satans. Þess í stað eflist hann í skilningi á sönnum
hetjuskap Krists. Leiðréttingarferlið er þó flóknara en svo að lesandinn
vaxi í sífellu að skilningi, því milli þess sem hann tekur kristilegum fram-
förum fellur hann fyrir hinni tælandi, satanísku rökfærslu. Þannig þarf
hann með reglulegu millibili að íhuga framfarir sínar og meta hvort hann
sýni siðferðilega hæfni í lestri sínum á Ijóðinu.
Þessi stöðuga áminning sem, líkt og Fish bendir á í annarri grein,
jaðrar við höfundaráreitni, gerir lesandanum betur kleift að setja sig í
spor fyrstu foreldra okkar og ábyrgð fallsins flyst af Guði yfir á
lesandann.57 I 9. bók Paradísar missis fær ást Adams hann til að fylgja
Evu og svíkja skyldur sínar við Guð. Eftir fallið kemst lesandinn hins
vegar að raun um að val Adams stafaði af blindu því ást er guðleg
skyldurækni. Þetta ferli frá synd til falls og þaðan til friðþægingar og
fyrirgefningar liggur því ekki aðeins innan frásagnarinnar, því allar mót-
sagnir hverfa sem dögg fyrir sólu þegar lesandinn skilur að vökult auga
Drottins mótar hina merkingarbæru heild.
I Englunum er ekki að finna höfundarrödd sem einvörðungu skil-
greinir umhverfi sitt á guðlegum forsendum. Með viðtökufræðilegri
nálgun, líkri þeirri sem Fish beitir á Paradísar missi, má þó komast hjá
því að festast í formgerðarmótsögnum sögunnar og greina þess í stað
miðlun ólíkra sjónarhorna íróníu og undurs. Með því að færa greiningar-
sviðið frá textanum yfir á vitund þess lesanda sem í sífellu neyðist til að
endurskoða viðhorf sín til geðveiki sögumannsins lærist að persónuleg
upplifun lesandans á geðsýki er jafn mótsagnakennd og sú sem sagan set-
ur fram. Ef hann finnur hjá sér þörf til þess að lesa söguna út frá einu
56 Sjá Stanley Fish, „Discovery as Form in Paradise Lost“, Paradise Lost, ritstj.
Scott Elledge. New York: Norton, 1993.
57 Sjá Stanley Fish, „The Harrassed Reader in Paradise Lost“, Milton: Paradise
Lost, A Casebook, ritstj. A. E. Dyson og Julian Lovelock. London: Macmill-
an, 1994.