Skírnir - 01.04.1997, Side 201
SKÍRNIR HEIMURINN SEM KRÓNÍSK RANGHUGMYND
195
fornaldar og lagði ríka áherslu á fastmótaða formgerð. Gegn þessari hug-
mynd teflir Wordsworth fram einlægni, frumleika og sköpunargáfu, sem
eiga sér rætur í brjósti skáldsins fremur en í utanaðkomandi ljóðhefð og
stíl. Þannig má lesa ofangreinda setningu Páls sem rómantíska stefnuyfir-
lýsingu sem sækir sannleiksgildi sitt í kröfuna um persónulega tjáningu
fremur en lærðan skólastíl, mælskufræði og bókmenntalega þekkingu.
Þessi rómantíska tjáning ber sannleikanum vitni og felur í sér endanlegt
gildi alls góðs skáldskapar.
Þessi mótsögn, sem á sér rætur í mismunandi viðhorfum til listsköp-
unar, verður mun flóknari þegar haft er í huga að útkoma hins sundur-
lausa geðþóttastíls Páls er sú listræna heild sem skáldsagan Englar
alheimsins verður að kallast. Sú bók sækir merkingu sína að miklu leyti í
„geðrannsóknir“ Einars Más, auk þess sem sannleikskrafa bókarinnar er
að einhverju leyti sótt í hefðina, jafnt þá rómantísku, í áherslu sinni á
einlægni sögumannsins, sem og í þá klassísku, eins og sést best á
kröfunni um sannleiksgildi í gegnum guðlegt ákall. Sannleiksgildi geð-
þóttastílsins virðist í fyrstu óvefengjanlegt út frá rómantískum skáld-
skaparfræðum því það er sem rödd höfundar renni viðstöðulaust án
hjálpar frá mælskufræðilegum bellibrögðum hefðarinnar. Gallinn er bara
sá að geðþóttastíll Páls er mælskufræðilegur eins og hann kemur fram í
listrænni ögun skáldsögunnar. Sú staðreynd að lesa má höfundarrödd
Englanna út frá mótsagnakenndum forsendum mælskufræðilegrar ein-
lægni gerir því allar hefðbundnar skilgreiningar á sannleiksgildi verksins
nær ómögulegar. Einar hefur sagt söguna reyna að samþætta „sálfræðileg
viðhorf, íélagsleg og tilveruheimspekileg,“ en hann lætur lesandanum
eftir að greiða úr þeim þáttum. Vandi lesandans liggur ekki aðeins í því
að greina fyrstu tvo þættina frá þeim þriðja, heldur líka í því hvaða til-
veruheimspeki hann á að velja í greiningu sinni á textanum.
Ljóðið „anarkí í innheimum 1“ úr Sendisveinninn er einmana, má
auðveldlega heimfæra upp á hugarástand þess lesanda sem reynir að
finna fasta, einsleita merkingu í skáldsögu Einars:
og höfuð þitt einsog
eldfjall í spennitreyju er þú reynir
að koma á reglu í framandi álfum
sem fyrir löngu hafa gripið til vopna59
Áreitti lesandinn lagar sig aftur á móti að merkingarlegri útþenslu Engl-
anna og kemst ekki að beinni niðurstöðu um boðskap bókarinnar.
Skiptir það máli? Lokar hann bókinni ófullnægður, viss í þeirri sök að
hann hafi verið svikinn um svör? Varla. Hann veit að góðar bókmenntir
eru jafn óræðar og lífið sjálft.
59 Einar Már Guðmundsson, Sendisveinninn er einmana, s. 17.