Skírnir - 01.04.1997, Page 203
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
Kona, sálgreining, höfundur
Andmœlarœða við doktorsvörn Dagnýjar Kristjánsdóttur
15. febrúar 1997
Dagný Kristjánsdóttir
Kona verður til
Um skáldsögur Ragnheiðar Jónsdóttur fyrir fullorðna
Bókmenntafræðistofnun Háskóla Islands og
Háskólaútgáfan 1996
I
RITGERÐ SÚ SEM Dagný Kristjánsdóttir hefur lagt fram til doktorsvarnar,
Kona verður til, er mikil bók að vöxtum, alls 460 blaðsíður í stóru broti,
og eru þá með taldar heimildaskrá, nafna- og atriðisorðaskrá og saman-
tekt á ensku.
Eins og undirtitill bókarinnar gefur til kynna, fjallar Dagný í verki
þessu um þær skáldsögur Ragnheiðar Jónsdóttur sem hún beindi að full-
orðnum lesendum, alls níu talsins. Ekki er fjallað um þær fjölmörgu
bækur sem Ragnheiður samdi fyrir börn og unglinga. Skáldsögurnar níu
komu út á árunum 1941 til 1967, að einni frátaldri sem ekki hefur verið
prentuð. Auk þess að greina skáldsögurnar, fjallar Dagný í bókinni um
menningarsögulegt baksvið þeirra og stöðu Ragnheiðar Jónsdóttur sem
rithöfundar á þessu tímabili. Dagný tekur sjálf fram í inngangi að ritið
endurspegli trú hennar á „fjölbreytni í aðferðum og þverfaglega nálgun“
(s. 12), en getur þess jafnframt réttilega að hún vinni hvað helst á sviði
femínískra bókmenntarannsókna og sálgreiningar.
Meginmál ritsins skiptist í inngang og fimm kafla. I inngangi er
almenn umræða um aðferðafræðilegt baksvið femínisma og sálgreining-
ar. Fyrsti kafli nefnist „Ur sveitunum" og fjallar um skáldsöguna I
skugga Glœsibæjar (1945) og þær fjórar bækur sem mynda skáldsagna-
flokkinn Ur minnisblöðum Þóru frá Hvammi (1954, 1955, 1958 og
1964). Annar kafli heitir „Úr þorpunum" og er um skáldsögurnar Mín
liljan fríð (1961) og Rósin rjóð (í handriti). Þriðji kaflinn, „I borginni", er
um fyrstu skáldsögu Ragnheiðar, Arf (1941), og þá síðustu, Villield
(1967). Fjórði kaflinn nefnist „Ragnheiður og ritdómarnir" og snýst eins
og heitið gefur til kynna um viðtökur verka hennar meðal gagnrýnenda.
Síðasti kaflinn heitir „Stríð eftir stríð" og lýtur að margvíslegum þáttum
í baksviði höfundarverksins og íslensku menningarlífi þess tíma. Tekið
skal fram að þótt hér sé sagt að kaflar fjalli um einstakar skáldsögur
Skírnir, 171. ár (vor 1997)