Skírnir - 01.04.1997, Síða 205
SKÍRNIR
KONA, SÁLGREINING, HÖFUNDUR
199
alvarlegra en í tilviki karlmanns og vekja meiri efasemdir um hæfni
hennar. I rauninni er þetta önnur hlið á fyrirbæri sem konur hafa oft
vakið athygli á, nefnilega að þær þurfa iðulega að standa sig betur en
karlmenn til að fá sömu viðurkenningu og þeir. Eg vona að enginn telji
að ég sé með þessum orðum að hampa sjálfum mér sem gagnrýnanda;
það má frekar segja að ég sé skelfdur (raunar fór ég í gærkvöldi á leikritið
Konur skelfa eftir Hlín Agnarsdóttur til að undirbúa mig), því að ég er
að ýja að sjiurningum sem eru beinlínis í hjarta þeirrar ritgerðar sem hér
er varin. Ég ætla hvorki að móðga doktorskandídatinn né áheyrendur
með ógagnrýnu hjali um að gott verk sé gott verk, hver sem skapi og
hver sem meti (þó að þannig œtti það að vera). Sagan sýnir okkur - og
ritgerð Dagnýjar Kristjánsdóttur sýnir okkur svo ekki verður um villst -
að það skiptir máli hvers kyns þeir eru sem skapa og meta. En gangist
maður við því er kannski hægt að leika svolítið á kerfið, jafnvel með
vonarneista um að það geti breyst. Þannig mun ég beita hinni síðar-
nefndu „karllegu" gagnrýniaðferð, semsagt frekar leitast við að láta and-
varann leika um verkið fyrst en ekki hrósyrði sem síðan er grafið undan.
Ég veit ekki hvort hægt er að byggja gallalaust hús, en ég veit, fegin-
samlega, að í hugvísindum er ekkert tii sem heitir gallalaust verk. Þeir
gallar sem ég sé á verki Dagnýjar eru hvergi þverbrestir sem spilla burð-
arþoli þess. Hvað sem eftirfarandi gagnrýni líður mun sú bygging
Dagnýjar Kristjánsdóttur sem hér um ræðir, verða mörgum lesendum
spennandi og áhugavekjandi vistarvera og setja svip sinn á það byggðar-
lag íslenskra rannsókna sem við kennum við bókmenntafræði. En ég
mun vissulega ekki takmarka mig við gagnrýni, heldur einnig staldra við
umræðuefni sem mér finnst Dagný hafa opnað á athyglisverðan hátt,
vakið spurningar, ögrað til frekari hugsunar. Og ég mun ekki svíkjast
undan því að benda á kosti þessa verks.
III
Ég byrja á almennum atriðum er varða efnisskipan og efnismeðferð. I
inngangi greinir höfundur frá því að hún hafi leitast við að skrifa verk
sitt þannig að það stæðist fræðilegar kröfur en væri þó aðgengilegt ósér-
fróðu áhugafólki. Þetta hefur henni tekist. Ritgerðin er skýrt og liðlega
skrifuð án þess að það komi niður á fræðilegum útskýringum eða um-
ræðu. Við vitum að sambandið milli akademískra fræðimanna og
almennra lesenda getur oft verið viðkvæmt - á mörgum fræðasviðum er
það samband raunar hverfandi - en Dagný hefur lagt sitt af mörkum
ekki aðeins til að margir eigi aðgang að umræðu hennar heldur jafnframt
til þess að styrkja tengsl milli áhugafólks um vandaða bókmenntaum-
ræðu og fræðimanna (og þar með Háskóla Islands sem fræðaseturs).
Fyrstu þrír meginkaflar ritsins nefnast, sem fyrr segir, „Ur sveitun-
um“, „Úr þorpunun" og „í borginni“. Þeir eru semsagt kenndir við