Skírnir - 01.04.1997, Page 208
202
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
IV
Við þessa gagnrýni vil ég bæta nokkrum athugasemdum um einstaka
staði í textanum. Eg veit að stundum er vikið að slíku í lok erinda sem
þessa, en ég kýs að ljúka því af. Einkum hef ég þá í huga geigandi um-
fjöllun eða villandi orðalag, sem kynni að skipta minna máli í annars
konar skrifum, en er til óþurftar í metnaðarfullri doktorsritgerð. Stund-
um gerist þetta vegna þess að höfundur vill slá á léttari strengi í efnistök-
um sínum - ég hef ekkert á móti slíku en einnig það verður að gera af
nokkurri gaumgæfni. í inngangi talar Dagný um hægri sveiflu á Vestur-
löndum á níunda áratugnum, „markaðshyggja var ráðandi, félagsleg út-
gjöld til að koma til móts við atvinnuþátttöku kvenna voru skorin niður
og „uppar" tóku við af „hippum““ (28). Eg get ekki á mér setið að geta
þess að Dagný telst væntanlega vera af hippakynslóðinni, en ég tel mig
hins vegar vera í hópi þarna á milli - einhverntíma heyrði ég að það væru
þeir sem væru niðurdregnir eftir hippatímabilið og væru því „nippar“.
En svo ég sleppi orðhengilshætti, þá tel ég mig vita hvað Dagný á við.
Samt er þetta villandi umsögn vegna þess að það eru einmitt einstakling-
ar af hippakynslóðinni, sem kennd er við frjálslyndi og víðsýni, sem eru
að taka um stjórnvöl vestrænna samfélaga og margt bendir til að karl-
menn af þessari kynslóð séu ekkert líklegri til að iáta mjög aukin völd í
hendur kvenna en þeir sem á undan fóru.
Annað dæmi um svona losaralegar og jafnvel villandi skýringar í létt-
um dúr er að finna í neðanmálsgrein um íslenska bókmenntasögu á eftir-
stríðsárunum:
Við fyrstu athugun virðist hugsun manna um bókmenntasköpun í
landinu á eftirstríðsárunum fylgja formi eins konar lénsskipulags.
Halldór Laxness hafði fengið Nóbelsverðlaunin og var óumdeildur
og ókrýndur konungur íslenskra rithöfunda. Vegna kalda stríðsins
urðu konungarnir að vera tveir. Davíð Stefánsson var hinn kóngur-
inn. Um drottningar var ekki spurt. Hin ástríðufulla spurning tíma-
bilsins snerist um prinsinn. Hver átti að vera prinsinn? í hönd fór
einhver magnaðasta „ödipusarflækja" íslenskrar bókmenntasögu.
(326)
Það er hægt að hafa gaman af þessari söguskoðun en hún stenst engan-
veginn. Hæpið er að líkja stöðu Davíðs í íslenskri bókmenntasögu við
stöðu Halldórs (og hversvegna hefði átt að þurfa tvo konunga ef Halldór
var ,,óumdeildur“?). Auk þess fékk Halldór Laxness Nóbelsverðlaunin
árið 1955 og á þeim árum sem þá fóru í hönd var staða Davíðs í íslenskri
ljóðlist orðin talsvert önnur en hún var áður en hinum hefðbundnu ljóð-
formum var alvarlega ögrað. Og í fræðiriti sem byggir svo mjög á kenn-
ingum Freuds er einkennilegt að slá fram fullyrðingu um ödipusarflækju