Skírnir - 01.04.1997, Page 213
SKÍRNIR
KONA, SÁLGREINING, HÖFUNDUR
207
Mér er raunar spurn hvort hugtakið „sálfræðileg skáldsaga" merki nokk-
uð annað en skáldsaga sem vert er að kanna með aðferðum sálfræði og
sálgreiningar.
En þótt fyrir komi að beint mat Dagnýjar á verkum Ragnheiðar sé
fyrirvaralítið - t.d. þegar segir um upphafskafla / skugga Glæsibæjar:
„Skipti milli persóna eru hröð og kaflinn ákaflega vel skrifaður“ (69) -
leyfir hún sjálfri textagreiningunni yfirleitt að sjá um matið og þannig
verður til samhangandi mynd af höfundarverki þar sem fylgst er frá
ýmsum sjónarhornum með eftirsókn kvenpersóna í torsótt sjálfstæði og
sjálfsskilning. Jafnframt kemur fram að mótun „karllegrar" sjálfsvitund-
ar er einnig undirorpin upplausn hefðbundinna viðmiða, sem leiðir til
þess að karlpersónurnar eru ekki síður ráðvilltar en kvenpersónurnar.
Þórubækurnar hljóta að teljast gagngerasta umfjöllun þessa viðfangsefnis
af hálfu Ragnheiðar og lykilstaða þeirra í ritgerð Dagnýjar er því eðlileg.
Samtímis er hún í senn studd og útfærð af umfjöllun um aðrar bækur.
Þannig verður greining Dagnýjar á skáldsögunum Arfi, Minni liljunni
fríðri og Villieldi til að skerpa myndina af þeirri Þóru sem er „í álögum",
en það er myndmál sem Dagný sækir í Minnisblöð Þóru frá Hvammi.
Og spurning Dagnýjar: „Hvað er það sem Þóra getur ekki sagt?“ (157)
endurómar við lestur hinna sagnanna, sem og spurningar Þóru: „I hverju
liggja mistök mín?“, „Er allt mitt ímyndaða fórnarstarf unnið fyrir
gýg?“(181).
Dagný hagar greiningu sinni með öðrum orðum svo að bækurnar
lesa líka hver aðra - og slíkt hlýtur að vera eitt helsta takmark rannsókna
á samfelldu höfundarverki. Það er raunar þannig sem mér finnst Min lilj-
an fríð hugsanlega öðlast þá dýpt sem Dagný sér í henni. Þar fara saman
á táknrænan hátt í einni persónu kvenlegir sköpunarhæfileikar og kven-
legur „óskapnaður", ef ég má leyfa mér svo ónotalegan orðaleik. Dagný
greinir hvernig sköpunarþráin og óttinn við kynferðið leiða til hins
hættulega skrefs út fyrir stöðu hins samfélagslega viðfangs (þar sem hin
kvenlega sjálfsvera rennur saman við viðfangið). Finnist ekki festa þegar
það skref er stigið verður konan úti sem sjálfstæð vera - hún verður
úrkast („abject", en það hugtak sækir Dagný til Juliu Kristevu). Lilja
bókstaflega veslast upp og deyr. Hinar kvenhetjurnar deyja líka í vissum
skilningi. Benda má á að titill Dagnýjar, Kona verður til, getur meðal
annars merkt „Kona deyr“. Hinn lifandi dauði kvennanna er jafnframt
þeirra „neikvæða uppreisn”, eins og Dagný kallar hana; þær hreiðra um
sig í þunglyndinu og hlýða á músík melankólíunnar - sem er þögn.
VII
Þarmeð er komið að þætti í ritgerðinni sem er afar spennandi en jafn-
framt flókinn viðfangs. Dagný spyr sjálf, undir lok greiningar sinnar á
Þórubókunum: „En hvers þunglyndi texti er það?“ (215). „Er verið að