Skírnir - 01.04.1997, Page 215
SKÍRNIR
KONA, SÁLGREINING, HÖFUNDUR
209
vaxandi þroska kvenhöfundar er ýmist mætt með þögn eða lágkúru. Það
skortir ekki tilefni til þunglyndis.
Áðan nefndi ég að bókmenntafræði verksins sneri annars vegar að
texturn þeim sem til umræðu eru og hins vegar að samhengi þessara
texta. í ljósi þess sem hér hefur verið sagt er full ástæða til að tilgreina
höfundinn sem þriðja greiningarþáttinn í verki Dagnýjar. Tvennt langar
mig til að drepa á í því sambandi. Þá tilurð kvenhöfundarins sem
ótvírætt er viðfangsefni Dagnýjar er hæpið að afmarka við hlutskipti
Ragnheiðar sem höfundar skáldsagna fyrir fullorðna. Dagný segir í upp-
hafsorðum sínum að margir þekki Ragnheiði fyrst og fremst sem barna-
og unglingabókahöfund. Hún kveðst ekki fjalla um hlutaðeigandi bækur
sem slíkar, „enda hefur Silja Aðalsteinsdóttir gert það prýðilega í bók
sinni íslenskar barnabækur 1780-1979“ (11). Umfjöllun Silju leysir
Dagnýju að mínu mati ekki undan því að skýra betur afmörkun við-
fangsefnis síns. Sú afmörkun kann að vera fullkomlega rökrétt, en
hinsvegar skiptir máli fyrir tilurð þessa kvenhöfundar að hún var líka
barna- og unglingabókahöfundur. Það örlar á þessu umræðuefni í bók
Dagnýjar, nóg til þess að m.a. kemur fram að karlhöfundurinn Stefán
Jónsson mætti vissum fordómum vegna þess að hann varði rithæfni sinni
í að skrifa fyrir börn (sjá s. 315). Því má ætla að Ragnheiður hafi mætt
tvöföldum andróðri í bókmenntasamfélaginu.
Jafnframt tel ég að Dagný hefði mátt vera nákvæmari í aðgreiningu
(og jafnframt samspili) hins ævisögulega höfundar og höfundarins sem
birtist í textanum (söguhöfundarins). Eins og oft hefur verið bent á í
bókmenntafræðilegri umræðu hefur höfundurinn aldrei fullkomna
stjórn á því hvernig hann birtist í texta, þar sem hann er orðinn einn af
sköpunarþáttum tungumálsins, og sérstaklega á þetta við um skáldskap-
artexta. Söguhöfundurinn er afl innan textans og á endanum einhvers-
konar heildarmynd viðhorfa og lífssýnar sem birtist í verkinu og getur
verið allólíkur þeim höfundi sem við mætum úti á götu eða tökum viðtal
við. Ummælum höfundarins sjálfs um textasköpun sína verður því að
taka sem túlkun. Dagný vitnar einmitt í viðtal Steinunnar Briem við
Ragnheiði þar sem höfundurinn ræðir um tengsl sín við Þóru frá
Hvammi. í framhaldi af þessu talar Dagný um Þóru sem annað sjálf
(alter ego) Ragnheiðar og segir síðan: „Afstaða söguhöfundar til Þóru
breytist í rás sögunnar eins og fram kom í viðtalinu hér að framan [...]“
(94). Hér slær Dagný þrennu saman í tvennt. Söguhöfundur Þóru-
bókanna var ekki í viðtali hjá Steinunni Briem, heldur höfundurinn sem
stendur utan við textann og talar um hann. Hér eru þrír „aðilar", ef svo
má segja, höfundur, söguhöfundur, og svo sögumaður og persóna - sem í
þessu tilviki er sami aðili, Þóra frá Hvammi. Á hinn bóginn segir Dagný:
„Höfundur Þórubókanna [væntanlega „söguhöfundur"] er „hugvera í
þróun" og það kemur meðal annars fram í textanum að enginn eldri