Skírnir - 01.04.1997, Page 216
210
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
sögumaður segir þessa sögu löngu eftir að hún hefur gerst [...] Það er
enginn slíkur þroskaður, mótaður sögumaður sem kemur fram sem
„ábyrgur" fyrir frásögninni gagnvart lesanda" (94-95).
Hér er nokkuð mjög athyglisvert á seyði sem Dagný hefur kortlagt
að vissu marki en ekki unnið verulega úr. Sé það rétt að frásögnin mótist
ekki af tímalegri fjarlægð sögumanns frá atburðarás, þá er undirtitill
bókaflokksins mjög einkennilegur: Ur minnisblöðum Þóru frá Hvammi.
Dagný bendir á að í síðustu Þórubókinni sitji Þóra stundum og skrifi og
Dagný spyr hverskonar ritstörf þetta séu - „Ef til vill eru það „minnis-
blöð“ þau sem við erum að lesa, og frásagnaraðstæður sögumanns [...]
felast þá í fjórðu bókinni" (179). Þetta hefði þurft að útfæra nánar. I
þessari einkennilegu miðlun söguhöfundarins milli persónu sem telur sig
„óverðuga" til að brjótast inn í „helgidóm" skapandi skrifa (178) og höf-
undar sem kennir texta sinn við minnisblöð þessarar sömu persónu er
eitthvað að gerjast sem Dagný hefði hugsanlega getað tengt rækilegar við
það átakasvið sem mótar höfundarferil Ragnheiðar Jónsdóttur. Ef tími
gæfist til myndi ég í þessu samhengi einnig vilja líta nánar á Villield, þar
sem aðalpersónan Bryndís er starfandi rithöfundur. Dagný segist sjá í
þessari bók „afar íroníska afstöðu til bókmenntasamfélagsins" (304). Ég
sé fyrst og fremst þögn, æpandi (og kannski íroníska) þögn um bók-
menntasamfélagið. Það er eins og það sé ekki til. Og hafi maður hina
víðari umfjöllun Dagnýjar í huga, þá var þetta samfélag einungis til í afar
takmörkuðum skilningi fyrir konur. Slíkar athuganir hnykkja á tengsl-
unum milli skapandi starfa kvenna og heims melankólíunnar sem sú
sköpun virðist undirseld.
Með orðum mínum um höfundinn er ég ekki að segja að Dagný
hefði þurft að rannsaka nánar einstök æviatriði Ragnheiðar Jónsdóttur.
Ég held einmitt að umrædd könnun á samspili þessara þriggja þátta: per-
sónu, söguhöfundar og gengis rithöfundarins í menningarsamfélaginu,
skapi umræðuvídd sem nýta mætti enn betur. Hér er því alls ekki verið
að hnýta í aðferð Dagnýjar, heldur fremur benda á hvernig hún hefur
opnað vissan umræðuvettvang og kveikt áframhaldandi spurningar. Þá
er einu helsta takmarki skapandi rannsókna náð.
VIII
Túlkun Dagnýjar á samhengi skáldsagna Ragnheiðar Jónsdóttur, um-
fram höfundarferilinn í þrengri skilningi, er sérdeilis athyglisverð, ekki
síst vegna þess hvernig hún tengir femíniska endurskoðun bókmennta-
sögunnar við gagnrýna úttekt á menningarsögu eftirstríðsáranna. Sjálf
staða Ragnheiðar er rædd með hliðsjón af skilgreiningu á meginstraum-
um í sagnaskáldskap aldarinnar: realisma (þ.e. raunsæi) og módernisma.
I inngangi nefnir Dagný að „sálfræðilegt raunsæi“ sé eitt helsta höf-
undareinkenni Ragnheiðar og rennir greiningin styrkum stoðum undir