Skírnir - 01.04.1997, Blaðsíða 218
212
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
greina menningarlega stöðu kvenhöfunda andspænis módernismanum.
Hún bendir á að atómskáldin hafi fengið svipaða gagnrýni og konur hjá
karlritdómurum og þau hafi brugðist við með því að ýta hinu kvenlega
frá sér og taka sér stöðu sem karlmannlegur hópur (378). I framhaldinu
færir Dagný sterk rök fyrir því að þeir sem voru vilhallir módernisma á
Islandi hafi margir hverjir tekið neikvæða afstöðu til kvenna í bók-
menntalífinu. Mynd Dagnýjar af íslenskum bókmenntaheimi á sjötta
áratugnum og þeim sjöunda er nýstárleg og ögrandi. Vera kann að
stundum sé borið full þykkt í útlínur. Þótt feðraveldið hafi mjög látið til
sín taka, þá sem endranær, er hæpið að alhæfa um stjórn þess á bók-
menntunum, til dæmis á þeirri módernísku fagurfræði/hugmyndafræði
sem sótti fram í bókmenntunum á umræddum tíma í verkum nokkurra
karla og kvenna, og átti þó einmitt mjög erfitt uppdráttar í sagnagerð-
inni. Því verður vart neitað að sérstaklega í skáldsagnagerð átti módern-
isminn óhægt um vik hér á landi. Hinsvegar bendir Dagný réttilega á að
menn voru einnig blindir á nýsköpun innan raunsœis (nema í verkum
Halldórs Laxness, væntanlega). Þannig skapaðist misgengi milli tilrauna
„með raunsæið og túlkunar þess arna í bókmenntaumræðunni þar sem
stöðugt er talað um að ekkert sé að gerast" (381). Þetta „ekkert“, eins og
Dagný bendir á, var oftar en ekki skapandi vinna kvenhöfunda með
raunsæisformið.
I þessu umræðusamhengi styttir Dagný sér hinsvegar stundum um of
leið, m.a. með tilvísun til Halldórs Laxness þegar hann „tekur afstöðu“
með sagnahefð kvenna, yfir í að segja að „hin móderníska uppreisn í
sagnahefðinni [sé] uppreisn sona gegn mæðrum", en samsvarandi upp-
reisn í ljóðlist hafi verið „uppreisn sona gegn feðrum“ (398). Það er svo-
lítið einkennilegt að sjá Laxness hér sem málsvara kvennanna, því hann
var óneitanlega sjálfur í einskonar „föðurstöðu“ í þeirri þróun raunsæis-
hefðar í skáldsagnagerð sem módernistarnir urðu að rísa gegn. Satt að
segja voru mín fyrstu viðbrögð þau að gagnrýna Dagnýju fyrir að horfa
framhjá karllegum eða föðurlegum þáttum sagnahefðarinnar til þess að
geta endurmetið hlutskipti kvenhöfunda í hefðinni. En eftir að hafa
ígrundað röksemdafærslu Dagnýjar kemst ég ekki hjá því að endurhugsa
ýmislegt sem ég hef verið að velta fyrir mér í rannsóknum mínum á
þessu sama tímabili. Ólíkt Dagnýju sé ég að vísu ekki grundvallarmun á
orðum Halldórs Laxness um „Maerchenerzaehlerinnen" (ævintýra-
sagnakvendi) og umræðunni um hinar svokölluðu „kellíngabækur" á
sjöunda áratugnum. Hvorttveggja byggist á föðurlegri afstöðu, þar sem
kvenhöfundum er stillt upp sem „hefðarmeyjum“ - svo ég leyfi mér að
bæta svolítið tvíræðu hugtaki í þetta safn. En ég held að Dagný hafi mik-
ið til síns máls er hún leiðir rök að því að hefðin hafi verið gerð „kven-
leg“, henni ljáð kvenleg einkenni, til að hægt væri að rísa gegn henni af
þrótti. Eg var náttúrlega hálffúll út í Dagnýju - gott ef ekki svolítið
þunglyndur - fyrir að hafa neytt mig til að endurskoða sitthvað sem ég