Skírnir - 01.04.1997, Blaðsíða 221
SKÍRNIR
AÐ LOKNU GULLÆÐI
215
„íslensk fyndni“ karlabókmenntir? Er hún kannski mótvægi við hinar
rógbornu og rómuðu kerlingabækur? Geymir hún „grundvöll íslenskrar
tilveru“? Það er ekki síst orðið „karlamenning" sem ég staðnæmist við.
Við erum orðin vön að ræða um kvennamenningu og ýmis sérkenni
hennar, en var karlamenning ekki bara allt sem er á móti henni: Lögin,
valdið, þöggunin? Með þessar spurningar og fleiri í farteskinu mun ég
skoða annars konar karlabókmenntir en íslenska fyndni, nefnilega
nokkrar nýjar íslenskar skáldsögur - allar eftir karla og um karla. I
þessari grein verður fjallað um Tröllakirkju eftir Ólaf Gunnarsson,
Islenska drauminn eftir Guðmund Andra Thorsson og Heimskra manna
ráð og Kvikasilfur eftir Einar Kárason. Öll snúast þessi verk á einn eða
annan hátt um karlmennsku og íslenska nútímavæðingu. Því fer þó fjarri
að hér séu sagðar tilkomumiklar hetjusögur af sterkum einstaklingum og
frumkvöðlum. Þvert á móti snúast þessar sögur um ósigur, um fall og
um sjálfsmynd sem hætta steðjar að úr ýmsum áttum.
Eru karlar kyn ?
I viðtali sem birtist árið 1992 segir Guðmundur Andri Thorsson eftirfar-
andi um karla og konur í bókmenntaheiminum: „Og það karllega, það er
normið hjá þeim sem ráða, það kvenlega hitt sem er álitið afbrigðilegt -
þetta er allt saman alveg satt. En ég get ekki tekið undir hvaða dellu sem
er bara af því að femínisti og talsmaður kúgaðra kvenna segir það.“3 Hér
er beint eða óbeint tekið undir með femínistum allt frá Simone de
Beauvoir um ákveðinn skilning á hlutskipti kynjanna: Konan er hið
annarlega, karlinn hið eðlilega. Þessi tvíhyggja er framsetning karlveldis-
ins sem femínisminn hefur kappkostað að afhjúpa. Þegar gengið er út frá
slíkri greiningu má jafnvel halda því fram að þar sem karlinn standi fyrir
hið algilda, en konan fyrir frávikið, séu konur kyn, karlar ekki. Kyn
konunnar sé notað til að greina hana frá norminu, og viðhalda kúgun
kvenna.4
Annars staðar í sama viðtali svarar Guðmundur Andri spurningu um
fyrstu skáldsögu sína, Mín káta angist, en mörgum þótti sem þar væri
komin fram ný tegund karlmennsku í íslenskum bókmenntum, hinn
svokallaði „mjúki maður“: „Mjúki maðurinn er ekki karlahugtak. Þetta
er dæmigerð kvennaumræða, kvennahugsjón, við strákarnir hugsum
ekki svona um okkur og skiljum ekki alveg þessa umræðu og þurfum
3 Kolbrún Bergþórsdóttir: „Viðtal við Guðmund Andra Thorsson." Mímir 40.
31. árg. (1992), s. 10.
4 Sjá m.a. umfjöllun Judith Butler um Monique Wittig og Simone de Beauvoir í
Gender Trouble. Feminism and the Subversion of Identity. Routledge.
London/New York 1990, s. 19-20.