Skírnir - 01.04.1997, Page 222
216
JÓN YNGVI JÓHANNSSON
SKÍRNIR
ekkert að skilja hana.“5 Þetta er vitanlega laukrétt, „mjúki maðurinn“ er
skilgetið afkvæmi kvennabaráttu, kannski er hann m.a.s. eingetinn, sem
skýrir þá örlög hans í kynjabaráttu undanfarinna ára. Það endurspeglast
ákveðinn pirringur í þessum orðum Guðmundar Andra. En hér er fleira
á ferðinni en venjulegur pirringur, það er ekki síst athyglisvert hvernig
þessum pirringi er komið á framfæri með því að taka undir málstað
femínismans um leið og því er afneitað að hann komi körlum við. Ef
„mjúki maðurinn“ er það eina sem umræða um kynferði karla býður
upp á, er skiljanlegt að menn forðist hana og haldi áfram að líta svo á að
konur séu kyn, og þess vegna snúist kynjaumræða um þær. Um leið eru
karlar stikkfrí frá allri umræðu um kynferði, hvort sem um er að ræða
réttindabaráttu eða sögulega, bókmenntasögulega eða félagslega grein-
ingu. Þeir skilja hana ekki - og þurfa ekki að skilja hana.
Þessi afstaða er að mörgu leyti skiljanleg og kannski var lengi vel
óhjákvæmilegt að tengja alla umræðu um kynferði við konur fyrst og
fremst. Það er sameiginlegt flestum tegundum femínisma að ganga út frá
„karlveldi“ sem grundvallarkúgunarafli í mannlegu samfélagi. Karlveldið
kúgar konur og aðra hópa sem minna mega sín. Þótt iðulega sé tekið
fram að karlveldið sé ekki nauðsynlega karlaveldi og að ekki sé hægt að
yfirfæra það á hegðun eða hugsanagang einstakra karla, er skiljanlegt að
körlum finnist sýn femínista á samfélagið ógna sér.
Sú afstaða að leggja að jöfnu karlmennsku og karlveldi gerir það
óþarft að fjalla um „karla“ sem sérstakt fyrirbæri. Ef þeir eru „normið",
hefur öll saga, allar bókmenntir og öll vísindi alla tíð hvort eð er snúist
um þá. Til þess að fjalla um karla reynist því vera nauðsynlegt að greina
á milli karla sem einstaklinga annars vegar og karlveldis sem félagslegrar
formgerðar hins vegar. Upp á síðkastið hafa fræðimenn víða um heim
lagt grunn að nýjum rannsóknum á kynferði karla. Til grundvallar liggur
sú hugsun að karlveldið sé vissulega raunverulegur hluti samfélags okkar
og það kúgi vissulega konur og þá sem minna mega sín. Um leið er við-
urkennt að það komi körlum til góða - en ekki öllum körlum, og ekki
alltaf. Jafnframt hafa fræðimenn eins og Robert W. Connell bent á
hvernig „ráðandi karlmennska" (hegemonic masculinity) geti heft og
stýrt lífi karla á svipaðan hátt og karlveldið heftir og stýrir lífi kvenna.6
I umræðu um kynferði hefur áherslan þannig færst frá „karl-
mennsku" eða „Karlinum" (sem heildstæðu fyrirbæri sem í einu og öllu
er samheiti við „karlveldið") yfir á karla í fleirtölu, þar sem hugað er að
fjölbreytileika og mismun milli einstakra karla og hópa þeirra. Þessi þró-
un er í raun samfara þróun innan femínismans þar sem aukin áhersla á
ólíkt hlutskipti kvenna hefur einkennt umræðu síðustu ára. Það er ekki
síst vegna þrýstings frá samkynhneigðum og frá fólki sem á rætur að
5 „Viðtal við Guðmund Andra Thorsson“, s. 7.
6 Sjá t.d. Robert W. Connell: Gender and Power. Polity Press. London 1987.