Skírnir - 01.04.1997, Side 225
SKÍRNIR
AÐ LOKNU GULLÆÐI
219
Á þessum gönguferðum skoða þeir hús og mörg þeirra hefur Sigurbjörn
teiknað að meira eða minna leyti, þótt hann sé ekki skrifaður fyrir þeim.
Hér má sjá þá tvo þætti sem mestu skipta í lífi Sigurbjarnar: annars vegar
fjölskylduna, og ímynd hennar og hans sjálfs; hins vegar byggingarnar,
sem eru áþreifanlegt merki um athafnasemi hans og þátt í uppbyggingu
nútímans. I gönguferðinni um bæinn setja þeir feðgar sig í sjónmál
áhorfendanna, fólksins í hverfinu, jafnframt því sem þeir virða fyrir sér
handarverk Sigurbjarnar; þeir horfa og láta horfa á sig. Þannig setja þeir
sjálfa sig á svið, sem karlmenn og Sigurbjörn sem byggingarmeistara.
Upphafsatriði bókarinnar gerist fyrir framan byggingarsvæði. Þar á
að rísa stærsta kirkja á Islandi, Hallgrímskirkja, en Sigurbjörn hefur
unnið að hönnun hennar með meistara sínum, Guðjóni Samúelssyni.
Guðjón er söguleg persóna eins og Einar Benediktsson í bók Einars
Kárasonar og þannig er Sigurbjörn, líkt og Sigfús Kiilian, tengdur einum
af þeim athafnamönnum sem settu mark sitt á þróun íslensks nútíma-
samfélags. Guðjón Samúelsson hefur að mörgu leyti mótað yfirbragð
Reykjavíkur. Margar af svipmestu byggingum borgarinnar eru eftir
hann, en auk Hallgrímskirkju má nefna Þjóðleikhúsið og aðalbyggingu
Háskólans. Nærvera Sigurbjörns í þessum byggingum er að vísu ekki
jafn sýnileg og meistara hans, en hann og Þórarinn vita hvern þátt hann á
í tilurð þeirra og saman „lesa“ þeir nafn Sigurbjarnar úr yfirborði borg-
arinnar sem þeir ganga um. Við lok gönguferðarinnar koma þeir feðgar
að auðu svæði í borginni, stóru torgi þar sem faðirinn ætlar sér að byggja
vöruhúsið, setja mark sitt á borgina með því að reisa sér og nútímanum
minnisvarða.
Sumar hugmyndir Sigurbjarnar um framkvæmdir eru af ótrúlegri
stærðargráðu:
Ég get sagt þér það í trúnaði Tóti, að ég hef stórar hugmyndir hvað
varðar framtíð Reykjavíkur. - Stundum hafa menn verið að nefna að
þeir vildu gjarnan setja þak á Laugaveginn eða einhverja aðra götu.
Ég vil setja þak á alla borgina drengur minn. (16)
Hér, líkt og með byggingu vöruhússins, hyggst Sigurbjörn móta borgina
eftir eigin höfði, með slíkri framkvæmd yrði hin nútímalega Reykjavík
öll hans verk, enginn hluti hennar væri ósnortinn af hans höndum.
í íslenska draumnum eftir Guðmund Andra Thorsson er gerð
tilraun til að greina íslenskt samfélag og þá hugmynd um ísland sem
byggist á „draumi um að skapa sér ekki aðeins líf úr engu, heldur fyrir-
myndarlíf ‘ (GAT, 92). Þetta er sá draumur sem knýr persónur sögunnar
áfram og jafnframt það sem verður þeim að falli.
I miðpunkti sögunnar er ekki „faðir" eða athafnamaður af gerð
þeirra Sigurbjarnar og Bárðar Killian, heldur tveir vinir, Hrafn og Kjart-
an. Lýst er menntaskólaárum þeirra þar sem vinátta þeirra mótast,