Skírnir - 01.04.1997, Page 227
SKÍRNIR
AÐ LOKNU GULLÆÐI
221
Nokkrir áberandi þræðir tengja sögurnar þrjár saman. Þær fjalla um
persónur sem kljást við íslenskan nútíma, taka þátt í uppbyggingu hans
og verða fyrir barðinu á honum. Þetta eru fyrst og fremst sögur af körl-
um. „Mamma? [...] Ætli hún hafi ekki bara verið svona eins og mömmur
eru vanalega?" segir Halldór Killian um móður sína, og yfirhöfuð eru
konur lítt áberandi í þessum skáldsögum. Sú verður einnig raunin með
þessa umfjöllun, ekki vegna þess að þær konur og kvenlýsingar sem
þarna er að finna (eða jafnvel fjarvera þeirra) séu ekki merkilegar út af
fyrir sig, heldur vegna hins að bækurnar birta allar ákveðna umfjöllun
um karla og frásagnir um karlmennsku sem mér finnst allrar athygli
verð.
Stórar frásagnir og litlar
Frásögnin um kraftaverk hinnar íslensku nútímavæðingar byggir ekki á
samtakamætti eða skipulagi. Hetja hennar er ekki hinn trúfasti starfs-
maður iðjuvers eða verksmiðju sem skilar sínu bæði á vinnustað og í
uppbyggingu trausts heimilis. Frásögnin af nútímanum á Islandi byggir
þvert á móti á einstaklingnum, á dugnaði hans og frumkvæði. Saman við
frumsögnina um íslenska nútímavæðingu fléttast því ákveðin hugmynd
um einstaklinginn, ekki síst um karlmanninn, sem geranda í lífi sínu.
Þótt Bjartur í Sumarhúsum bíði ósigur í sögu sinni, hefur hugmynda-
fræði hans litað viðhorf okkar til vinnunnar og sjálfstæðis fram á þennan
dag; raunar má sjá ákveðin líkindi með Bjarti og aðalpersónum skáld-
sagnanna, Sigfúsi Killian í Islensku mafíunni, Sigurbirni í Tröllakirkju og
Sigurði í Islenska draumnum. Þannig er þörf þess síðastnefnda lýst
skömmu áður en hann afræður að stofna sitt eigið fyrirtæki:
Hann vill sjálfur kjósa sér líf. Það heitir að vera sjálfs sín. Það er hon-
um sama nauðsyn og að anda og syngja og matast og sofa hjá að
finna að hann sjálfur sé að bregðast við sínum eigin vandamálum,
gleðjast yfir sínum eigin verkum eða æðrast [...]. Hann verður að
ryðja og rækta og brjóta og byggja. Hann verður að móta sjálfur líf
sitt. Gera. Starfa. Móta. (GAT, 103)
Þessi trú á mátt einstaklingsins er einkennandi fyrir persónur sagnanna
sem hér er rætt um, og er grunnurinn fyrir ráðandi karlmennsku-
hugmynd sem er til staðar í þeim öllum. Hún er sett í samhengi við
tiltekna grundvallarfrásögn eða frumsögn um uppbyggingu íslensks
þjóðfélags á tuttugustu öld.
Franski fræðimaðurinn Francois Lyotard telur nútímann, tíma iðn-
væðingarinnar á nítjándu og tuttugustu öld, hafa einkennst af valdi
yfirgripsmikilla frumsagna. Þessar frumsagnir eru - eða voru - kenn-
ingakerfi sem áttu að útskýra heiminn og manninn endanlega, eins og