Skírnir - 01.04.1997, Side 229
SKÍRNIR
AÐ LOKNU GULLÆÐI
223
síðar meir. Ekki einungis reynir Bárður Killian í sífellu að hitta á ein-
hverja þá gullæð í samfélaginu sem getur gert hann að ríkum manni,
heldur tekst honum ævinlega best upp þegar hann moðar úr því sem aðr-
ir hafa gefið upp á bátinn, s.s. strönduðum skipum, úreltum flugvélum
og ónýtum bílum. Athafnir Bárðar byggja þannig ekki á „nýsköpun"
heldur „endurvinnslu" og eiga alltaf upptök sín á jaðri samfélagsins, líkt
og hann sjálfur.
Bárður leggur út í ótrúlegar framkvæmdir sem eru mesta glæfraspil,
hættir öllu og uppsker frægð, frama og stundum fé, en fer einnig jafn-
aðarlega á hausinn. Það sem knýr hann áfram er ekki endilega draumur-
inn um að byggja sér öruggt og farsælt heimili heldur athafnirnar sjálfar,
þorstinn í ævintýri, í að byggja upp og taka áhættu, og að verða ríkur,
óumræðilega ríkur. Þegar það tekst verður honum hins vegar flest mót-
drægt, hann getur aldrei haldið farsællega utan um fyrirtæki í daglegum
rekstri.
Ferill hinna Killian-barnanna er svipuðu marki brenndur. Þau rísa úr
öskustó (eða öskuhaugum réttara sagt) til metorða í samfélaginu; einn
verður geðlæknir, annar bankastjóri, þriðji forstjóri og systirin Lára
varaborgarfulltrúi. Þessi upphefð þeirra reynist hins vegar fallvölt og að
lokum riðar öll ættin til falls í margslungnu glæpamáli.
Við lok sögunnar stendur lítið eftir af athafnasemi og uppbyggingu
ættarinnar, gullæðinu er lokið og bræðurnir eru allir komnir út á jaðar
samfélagsins. Þeir sem áður voru fyrst og fremst athafnamenn, eru nú
orðnir óvirkir, jafnvel farlama. Sigfús Killian dregur sig í hlé sem hús-
vörður í menntaskóla áður en hann deyr og Sigfús yngri er myrtur. Geð-
læknirinn Friðrik verður veikindum að bráð og sama máli gegnir um
bankastjórann fyrrverandi, Vilhjálm Eðvarð. Sagan skilur við hann hálf-
lamaðan í hjólastól á hjúkrunarheimili, áhugalausan um umhverfið.
Bárður Killian dregur sig sjálfviljugur út úr hringiðunni, hann sest að úti
í sveit, í gömlu rórhúsi af báti mágs síns, sævíkingsins Geirmundar helj-
arskinns. Bárður er kominn í nokkurs konar hring. Eftir að tilveru hans
sem ævintýramanns er lokið hefst hann við í húsi sem er partur úr vél
sem ekki er lengur þörf fyrir, líkt og þær vélar sem gullæði hans byggðist
alla tíð á.
En það er ekki einungis að þessir menn dragi sig út úr því samfélagi
sem þeir hafa lifað í og átt þátt í að móta, samfélagið er horfið með þeim.
Tími möguleikanna er liðinn, og eftir stendur ekkert, enginn afrakstur
hefur orðið af draumum þeirra annar en draumarnir sjálfir, og Bárður
Killian skilur við viðskiptalífið með enn einu gjaldþrotinu. Athafnirnar
reynast því ekki aðeins hafa verið ytri einkenni þessara manna, heldur
eru þær kjarninn í sjálfsmynd þeirra. Það eru athafnirnar sem gera þá að
því sem þeir eru, þeir eru athafna-menn. Þess vegna er grundvellinum
kippt undan tilveru þeirra þegar þeir geta ekki lengur „athafnað sig“ í
þeim anda sem þeir hafa gert.