Skírnir - 01.04.1997, Page 230
224
JÓN YNGVI JÓHANNSSON
SKÍRNIR
Sigurbjörn Helgason lýkur sinni sögu í svipaðri aðstöðu og þeir
Killianar, sem tugthúslimur er hann útlægur úr samfélaginu og útilokað-
ur frá þátttöku í því. Hann upplifir vanmátt sinn sterkt, enda hafa
athafnirnar og uppþyggingin, með tilheyrandi valdi yfir eigin lífi og um-
hverfinu, verið kjarni sjálfsmyndar hans. Sá endir sem bundinn er á starf-
semi hans sem arkítekts og húsbyggjanda verður þó ekki vegna þess að
fyrirtækið gangi illa, heldur brotnar hann niður og fjölskyldan sundrast
vegna keðju atburða sem lýkur með því að Sigurbjörn myrðir besta vin
sinn.
I upphafssetningum bókarinnar, sem áður var vitnað til, er talað um
áhorfendurna að sjónarspili feðganna, fólkið í hverfinu sem brosir þegar
þeir birtast. En það eru fleiri sem horfa á þessa sýningu karlmennskunn-
ar. Einn áhorfendanna er tötralegur maður sem vekur Sigurbirni
viðbjóð.
Hann tók eftir manni sem sat í gauðslitinni fráflakandi hettuúlpu á
bekknum undir styttunni af Leifi Eiríkssyni. Hann horfði með van-
þóknun á þennan ístrumikla, breiðlæra mann sem sat gleiðfættur í
víðum vaðstígvélum og bláum vinnubuxum, sýnilega snjáðum af
þvotti og sneri andlitinu frá þeim feðgum, sljólegur og slakur á vang-
ann og horfði í áttina að Frakkastíg [...]. Sigurbjörn Helgason hafði
unnið árum saman við teikningar kirkjunnar sem átti að rísa á Skóla-
vörðuhæð í gotneskum stíl og þarna var hann vanur að staðnæmast í
gönguferðunum með syni sínum og gera sér hana í hugarlund. [...]
En nú varð honum af rælni litið á manninn sem sat undir styttunni
og hallaði sér fram og horfði hvasst á þá feðga. Sigurbirni brá. Hann
litaðist um svo lítið bar á, leit um öxl, þar var enginn. Var sá úlpu-
klæddi að glápa á þá? Og hvers vegna? Hafði hann tekið eftir því
hvernig Sigurbjörn virti útganginn fyrir sér? Var eitthvað athugavert
við Þórarin? Hann leit á son sinn sem var á tólfta ári. (10)
Líkt og ætlast er til horfir maðurinn á þá feðga, en gláp hans er af öðrum
toga en fólksins í hverfinu. Þegar þessi áhorfandi að sjónarspili feðganna
nauðgar syninum, hrynur líf Sigurbjarnar. Lífi fjölskylduföðurins og
byggingameistarans hefur verið splundrað. Ráðist er á Þórarin í sjálfu
Vöruhúsi Reykjavíkur; stolti Sigurbjarnar og fyrstu byggingunni sem
hann reisir einn eftir að hann kemst undan handarjaðri húsameistarans.
Fall Sigurbjarnar Helgasonar er dramatískara en saga Killiananna og
meira á nótum klassískrar tragedíu. Hann er maður sem reynir að upp-
hefja sjálfan sig með verkum sínum, hefja sig upp í stöðu einhvers konar
guðs sem getur skapað eigið umhverfi og annarra. Vöruhúsið fær á sig
svipmót musteris eða kirkju, sem er byggt honum sjálfum til dýrðar. Sig-
urbjörn gerist þannig sekur um ofdramb eða hybris, og jafnvel eftir að
hann er kominn í fangelsi getur hann ekki beygt sig fyrir örlögum sínum