Skírnir - 01.04.1997, Page 231
SKÍRNIR
AÐ LOKNU GULLÆÐI
225
og valdaleysinu sem hann upplifir. Eftir harðvítuga glímu við sjálfan sig
og guðdóminn hefur hann komist að niðurstöðu, hann ætlar að teikna og
byggja kirkju, „Islenska Sagrada Familia": „Kirkju sem Island yrði frægt
fyrir. Kirkju sem yrði landinu til dýrðar“ (246). Hún á að rísa á Skóla-
vörðuholtinu og þegar hann sýnir konu sinni teikningarnar kemur í ljós
að hún á að skyggja á Hallgrímskirkjuna:
- En hvað er þetta hér? spurði hún og benti á agnarlitla viðbygg-
ingu sem kom kunnuglega fyrir sjónir undir hömrunum.
Hann beygði sig nær. - Þetta er kór Hallgrímskirkju sem nú
stendur á holtinu. Ekki er ástæða til annars en að hann fái að vera.
Svo undarlega vill til að Gaudi kom á svipaðan hátt að verki annars
manns, sagði hann dimmum rómi. (OG, 254)
Kirkja hinnar heilögu fjölskyldu á þannig fyrst og fremst að lofa meist-
ara sinn og minna á hann. Það að kór Hallgrímskirkju stendur enn í
skugga Tröllakirkjunnar sýnir hvernig henni er ætlað að hefja Sigurbjörn
yfir aðra menn, m.a.s. meistara sinn. Þegar hér er komið sögu Sigur-
bjarnar hefur hans eigin fjölskylda hins vegar sundrast. Sú eining og það
öryggi sem myndin af þeim feðgum miðlar í upphafskaflanum hefur
snúist í andhverfu sína. Vald Sigurbjarnar yfir umhverfinu er horfið og
kirkjuna sem hann dreymir má túlka sem fánýta tilraun til að bæta það
brot sem komið er í líf hans.
Það fer einnig illa fyrir Sigurði Jónssyni, föður Kjartans og Hrafns í
Islenska draumnum. Honum tekst að vísu að byggja upp fyrirtæki, en
félagi hans stingur af til útlanda með sjóði fyrirtækisins. Sigurður situr
eftir, harmar hlutskipti sitt og fjarlægist stöðugt fyrra líf sitt og fjöl-
skyldu sína, ekki síst vegna drykkjuskapar. Það eru svik einstaklings sem
kollvarpa draumi Sigurðar um sjálfstæði, en þegar hann reynir að bjarga
því sem bjargað verður rekst hann alls staðar á veggi. I ljós kemur að
sjálfstæði hans og ríkidæmið sem hann átti í vændum var aldrei hans,
heldur fékk hann tækifæri fyrir náð og miskunn þeirra sem raunverulega
fara með völdin. Ein af niðurstöðunum af sögu Sigurðar verður þannig
sú að nútíminn á Islandi og það rof frá fortíðinni sem hann stendur fyrir
séu blekking, svigrúmið fyrir athafnasemi einstaklinganna sé aðeins í
orði kveðnu, en í reynd halda gamlar valdaættir og klíkur um taumana:
Hann ákvað að ganga fyrir mektarmennina og skýra fyrir þeim sína
hlið og fara fram á fyrirgreiðslu. En hann var ekki sérstaklega laginn
við að tala við ráðherra og bankastjóra og sennilega var hann aldrei
mjög mikilvæg persóna í þeirra augum, og engar sameiginlegar minn-
ingar gat hann rakið frá Hamborg. Hann komst að því að honum
hafði aldrei verið hleypt upp um heila stétt - honum hafði bara verið
gefið færi á að verða ríkur. (GAT, 111)