Skírnir - 01.04.1997, Side 232
226
JÓN YNGVI JÓHANNSSON
SKÍRNIR
Allir feðurnir eiga eitt sameiginlegt, auk athafnaseminnar: þeir
drekka. I Islenska draumnum og Islensku mafíunni er þessi drykkja ekki
venjuleg helgarfyllerí eða glasalyftingar í góðra vina hópi, heldur hin
sígilda íslenska túramennska, langvinn og slítandi drykkja. Bárður
drekkur þegar eitthvert af fjölmörgum fyrirtækjum hans misheppnast,
Sigurður eftir að hann hefur glatað möguleikanum á uppbyggingu síns
eigin fyrirtækis.
Túr getur hvort sem er þýtt veiðiferð eða annars konar ferð, um
eyðilönd langdrykkjunnar. Guðmundur Andri lýsir henni þannig að hún
sé „eins konar volk“, sem kemur þá í stað harðneskjulegs lífs á hafi úti:
Túramennskan er ferð með fyrirheiti um hina sælu vansælu.
Nokkrum sinnum á ári yfirgefur maður fjölskyldu sína og heimili og
gerist óskabarn ógæfunnar - hann fer frá börnunum sínum og kon-
unni sinni, öllu því sem hann ann og hefur byggt, sól sinni og stjörn-
um, til að takast á hendur furðulegt ferðalag inn í afkima og skúma-
skot, leggja á sig ómælt erfiði og líkamlegar þrautir fyrir margra daga
augnablik, fyrir þann unað að geta fundið til þess að vera auðnuleys-
ingi. Hann hættir að stunda vinnu sína, segir sig úr lögum við samfél-
agið, leggst út til að blanda geði við alls kyns lýð sem hann alla jafnan
hefði andstyggð á. Gerist karldýr, verður eins og fressið sem leiddur
af angan yfirgefur hlýtt bæli og matarskál [...]. (GAT, 131)
Drykkjan er þannig athvarf frá hversdeginum, drykkjumaðurinn gengur
út úr sjálfum sér, hættir að „gera það sem gerir hann að því sem hann er“
(GAT, 131) og sleppur yfir í heim óreiðu og algleymis, heim úrhraka og
auðnuleysis. En jafnframt er drykkjan, a.m.k. í Islensku mafíunni, hluti
af því sem „gerir menn að því sem þeir eru"; þannig getur alkóhólistinn
Bárður setið í mestu makindum með syni sínum og dreypt á brennivíns-
staupi eftir að hann hefur dregið sig í hlé frá athafnalífinu (EK II, 230). Á
sama hátt hættir Sigfús faðir hans drykkjuferðum sínum út í óbyggðir
eftir að hann er fluttur til borgarinnar og synir hans hafa tekið við at-
vinnurekstrinum.
Drykkjan er ekki undantekning í heimi sagnanna, hún er allt að því
sjálfsagður fylgifiskur karlmyndarinnar sem gullæðið skapar. Þegar
heimilisfaðirinn er farinn á túr hringir eiginkonan í vinnuveitandann eða
rukkarana og segir hvers kyns sé og vinnuveitandinn segir bara:
„Nújæja, er komið að því? Hefur skilning, er fullur af umburðarlyndi
gagnvart hinum fulla - ekki örgrannt um öfund jafnvel, því sérhver karl-
maður ber í brjósti vísi að sinni eigin Stiklastaðaferð" (GAT, 131).
Drykkja Sigurbjarnar er þó af öðrum toga en túrar þeirra Bárðar og
Sigurðar. Á Kaupmannahafnarárum sínum heldur hann stórar veislur
sem „vildu fara úr böndunum, húsbóndinn gat rokið fyrirvaralaust úr
þeim til að fara að drekka á krám og dreyma um hallir sem áttu að rísa á