Skírnir - 01.04.1997, Side 233
SKÍRNIR
AÐ LOKNU GULLÆÐI
227
íslandi" (ÓG, 40). Drykkja Sigurbjarnar er ofsafengnari, líkt og skap-
höfn hans öll, enda lýkur henni með því að hann stórslasar mann og
drekkur ekki upp frá því þar til áfallið dynur yfir. Drykkjutúrarnir eru
því ekki hluti af sjálfsmynd Sigurbjarnar líkt og hjá hinum tveimur, held-
ur eru þeir, ásamt öðru, til vitnis um þá bresti sem myndast í þá vandlega
uppbyggðu karlmynd sem hann hefur komið sér upp.
Hlutverk og gervi
Þegar fjallað er um frásagnir af karlmennsku í íslenskum skáldsögum
liggur ef til vill beinast við að lesandinn hugsi til þeirrar gerðar femín-
isma sem fékkst við að greina „kvenlýsingar" eða „kvenhlutverk“ í bók-
menntum og blómstraði á áttunda áratugnum. I slíkri rýni beindist
athyglin að því að rannsaka gerð kvenpersóna í verkum kvenna og karla,
iðulega til að sýna fram á að þær gæfu á einhvern hátt „falska“ mynd af
lífi kvenna og þeim samfélagslega veruleika sem þær bjuggu við. Hlut-
verkarýnin gerði ráð fyrir beinni samsvörun bókmennta og veruleika og
gerði kröfu um að bókmenntirnar endurspegluðu raunverulegt líf
kvenna.12 Þessi krafa átti hins vegar til að rekast á við aðra kröfu, nefni-
lega þá að bókmenntir væru vettvangur fyrir kvenlýsingar sem gætu orð-
ið fyrirmyndir að hlutskipti og hegðun kvenna.
Auðvelt er að gagnrýna slíka nálgun nú, tuttugu árum síðar, og
benda á hvernig krafan um endurspeglun veruleikans verður til þess að
litið er framhjá frásögninni sjálfri, sérkennum hennar og öðrum þáttum
sem móta bókmenntirnar en hinum samfélagslega. Þrátt fyrir það kom
ýmislegt gott út úr hlutverkarýni áttunda áratugarins, ekki síst stórauk-
inn áhugi á femínisma og kynjamisrétti og hið nána samband bókmennta
og daglegs veruleika. I nýlegu viðtali í Vem minnist Dagný Kristjáns-
dóttir þessa tíma til dæmis með nokkrum söknuði:
Eg minnist þessa tíma sem alskemmtilegasta þáttarins af kvenna-
hreyfingunni; bókmenntirnar voru notaðar í umræðuhópum til að
ræða stöðuna, berjast um hugmyndir, hlæja og njóta. Bókmenntirnar
voru lifandi og áhrifamiklar. En þetta hefur fallið í sundur og ég sé
ekki almennilega hvernig ætti að líma þetta saman aftur.13
12 Greiningu á þessum straumi femínismans í ensk-amerísku samhengi má lesa
hjá Toril Moi: Sexual Textual Politics. Feminist Literary Theory. Routledge.
London/New York 1986, s. 42-49. íslensk dæmi um greiningu í þessum anda
og gagnrýni á forsendum hennar er m.a. að finna í bók Gerðar Steinþórsdótt-
ur: Kvenlýsingar í sex Reykjavíkurskáldsögum. Rannsóknarstofa í bók-
menntafræði við HÍ (Fræðirit 4). Reykjavík 1976.
13 Úlfhildur Dagsdóttir: „Hver býr þig til? Skilgreiningar og skrumskælingar."
[Viðtal við Dagnýju Kristjánsdóttur] Vera 1/16 (1997), s. 39.