Skírnir - 01.04.1997, Síða 234
228
JÓN YNGVI JÓHANNSSON
SKÍRNIR
En því er ég að rifja hér upp hlutverkagagnrýnina að ég vil skýra mína
eigin nálgun með hana að bakgrunni. Þegar gagnrýnandi tekst á hendur
að greina „kynímyndir" eða ,,-hlutverk" er einatt gengið út frá því að í
skáldverkinu, sem og í veruleikanum, megi lesa kynhlutverk sem fram-
setningu eðlis sem liggur undir yfirborðinu eða utan textans. Til grund-
vallar skilningi á kvenlegum eða karllegum eiginleikum í fari fólks liggur
sú forsenda að þeir eiginleikar séu birtingarmyndir karl- eða kveneðlis.
í slíku kenningaumhverfi getur verið nokkrum erfiðleikum bundið
að fást við „karla“, enda eru þeir þá settir undir hatt „normsins“, líkt og
rætt var hér að framan. Greining sem tækist á við frásagnir um karl-
mennsku á þessum nótum yrði því líkt og feminísk greining að ganga út
frá þessari tvíhyggju, þar sem kynið væri til dæmis lesið sem tvítog hins
karllega norms og hins kvenlega fráviks sem ógnar og grefur undan hinu
heilsteypta karllega sjálfi.
Hér verður farin nokkuð önnur leið. Eg hef kosið að byggja umfjöll-
un mína á kenningum ameríska heimspekingsins og femínistans Judith
Butler, og kenningum hennar um kynferði og sjálfsmynd.14 Kenningu
sína nefnir Butler gjörnings-kenningu um kynferði (performative theory
of gender). Að mati hennar felst kynferði alltaf í því sem einstaklingar
„gera“, kynferðið er gjörningur í sífelldri mótun og engin heilsteypt
sjálfsmynd eða eðli liggur að baki því. Sjálfsmynd og kynsjálfsmynd
„verður til“ samhliða gjörðum okkar, gjörðirnar eru forsendur sjálfs-
myndarinnar, ekki afleiðing hennar.15 Kynferðið er því að mati Butler
ekki til utan orðræðunnar eða laganna, það er tilbúningur eða gervi. Það
þarf þó ekki að jafngilda því að kynsjálfsmyndin sé á einhvern hátt óekta
eða fölsk, fremur en aðrir þættir sjálfsmyndarinnar. Butler gerir reyndar
ráð fyrir því að sjálfsmyndin verði ekki til nema í tungumálinu, það sé
ekkert sjálf handan tungumálsins sem síðan er tjáð í gegn um það. Hug-
myndir um heilsteypt sjálf sem stendur utan tungumálsins og jafnframt
um andstæðurnar raunverulegt kynferði/tilbúið kynferði eru að mati
Butler jafn mikill tilbúningur orðræðunnar og aðrar andstæðutvenndir.
Til að gera betri grein fyrir hujjmyndum Butler er freistandi að seil-
ast til merkingar orðsins „gervi“. I nútímamáli vísar það einlægt til þess
sem er óekta, eins og orðið „gerviefni" er skýrt dæmi um. Ef við gaum-
gæfum hins vegar uppruna orðsins, þá vísar það ekki nauðsynlega til
slíkrar merkingar; gervi er búningur eða gerð einhvers fyrirbæris eða
veru, enda eru orðin „gerð“ og „gervi“ náskyld. Það gervi sem við ber-
14 Um kenningar Butler og greiningu á „karlmennsku“ sjá David S. Gutterman:
„Postmodernism and the Interrogation of Masculinity." Tkeorizing Mascu-
linities. Ritstj. Harry Brod og Michael Kaufman. Sage Publications. London/
New Delhi 1994, s. 219-38.
15 Judith Butler: Gender Trouble. Feminism and the Subversion of Identity.
Routledge. London/New York 1990, s. 25.