Skírnir - 01.04.1997, Síða 235
SKÍRNIR
AÐ LOKNU GULLÆÐI
229
um, sjálfsmynd okkar og kynferði, er þannig sá búningur eða sú gerð
okkar sem við sköpum í sífellu með athöfnum og gjörningum.
Kenningar Butler koma í góðar þarfir þegar komið er að sögum
Ólafs Gunnarssonar, Einars Kárasonar og Guðmundar Andra Thors-
sonar frá aðeins öðru sjónarhorni en í fyrri hluta þessarar greinar. Jafn-
framt sögu þeirra karla sem dreymdi (um) íslenska nútímavæðingu og
áttu þátt í uppbyggingu hennar, eru nefnilega sagðar aðrar sögur á síðum
þessara skáldsagna. Allar hafa þær að geyma þroskasögu af einhverju
tagi, þótt óneitanlega séu þær ekki allar með jákvæðum formerkjum.
Hin hefðbundna þroskasaga, líkt og hin hefðbundna sjálfsævisaga, er
frásögn af því hvernig „sjálfið verður til“. Þetta „sjálf“ er samkvæmt
hefðinni karlkyns, og það verður til þegar einstaklingurinn tekur á sig
heilsteypta mynd sem uppfyllir kröfur um „manninn" eins og samfélag-
ið hefur skilgreint hann. Á þessari öld hefur þetta form þroskasögunnar
farið halloka, líkt og hugmyndin um heilsteypt sjálf, sem er herra yfir
eigin tilveru í einu og öllu. I Islenska draumnum og Islensku mafíunni er
sagt frá því hvernig „karlar verða til“. Ekki sem „herrar" af því tagi sem
vænta mátti í eldri gerð þroskasagna, heldur einkennist sjálfsmynd þeirra
af óöryggi og skorti á haldfestu.
Kristján B. Jónasson heldur því fram í fyrrnefndri grein að sögumað-
urinn í sögu Einars Kárasonar, Halldór Killian, sé hvort tveggja í senn,
gagnrýnin rödd sem beinist gegn því samfélagi uppgripa og gullæðis sem
hann lýsir, og ákveðið mótvægi við föður sinn og ættingja. I stað hins
rótlausa æðis sé hér kominn jarðbundinn fulltrúi stöðugleikans, sem nú
hefur leyst uppgripahugtakið af hólmi í íslenskri efnahagsorðræðu.16
Þetta er að mínu mati nokkur einföldun. Vissulega hefur Halldór gagn-
rýna sýn á söguefni sitt, en það er ekki þar með sagt að hann standi föst-
um fótum á stöðugu undirlagi nýrra tíma. Raunar virðist mér ráðleysið
vera megineinkenni hans, og ef til vill uppspretta sögunnar um leið.
Halldór er í leit að sjálfsmynd, og sú leit tekur m.a. á sig mynd ættarsög-
unnar.
Halldór leitast við að grafa upp upplýsingar um fortíð ættmenna
sinna. í anda þeirrar gömlu íslensku alþýðuspeki að þú sért ekkert annað
en þeir sem að þér standa ætlar hann að kanna sögu ættarinnar. Hann er
að vísu persóna í þeirri sögu, en hann er aukapersóna, ætíð á jaðri at-
burðanna, í hlutverki áhorfandans. Hann er ekki og getur ekki orðið
þátttakandi í því æði sem faðirinn lifir í ásamt bræðrum sínum og yngri
syni, en hann getur ekki heldur slitið sig frá því. Inn í frásögn Einars af
stórkarlalegri ævintýramennsku er þannig fléttað leit Halldórs Killians
að sjálfsmynd, annars konar sjálfsmynd en þeirri sem sífellt er sett á svið
í nánasta umhverfi hans. Lýsingar hans á sjálfum sér eru alltaf neikvæðar,
hann lýsir því fyrst og fremst hvernig hann er ekki\
16 Kristján B. Jónasson: „Ár stöðugleikans“, s. 110.