Skírnir - 01.04.1997, Síða 236
230
JÓN YNGVI JÓHANNSSON
SKÍRNIR
Ég var í menntaskólanum ...
Var einn af þessum mönnum sem skara ekki fram úr í neinu fagi,
það var engin rakin menntabraut fyrir mig hvorki á vettvangi raun-
vísinda vegna afburðahæfileika á því sviði, né heldur bauð tungu-
málagáfan uppá sérstakan karríer [...] eiginlega vakti ég ekki sérstaka
athygli í menntaskólanum fyrir neitt nema nafnið, og það gerðist
þegar ég fór að birta svonefnd ljóð og einhverjar smásögutilraunir í
skólablaðinu [...]. (EK II, 65)
Athyglisvert er hvernig Halldór skilgreinir sig hér ekki út frá hæfileikum
sínum eða getu heldur hæfileika- og getuleysi. Jafnvel skáldskapnum,
sem þó virðist vera það sem hann finnur sig í, lýsir hann með niðrandi
orðum, hann yrkir „svonefnd" ljóð og gerir „smásögutilraunir". Raunar
minnir aðferð hans við sjálfslýsinguna mest á stílbrögð og aðferðir sem
talin eru einkenna lýsingar kvenna á sjálfum sér, m.a. í sjálfsævisögum.17
Þegar Halldór lýsir öðrum er það með öllu jákvæðari hætti. Þannig
er t.d. sagt frá hæfileikum yngri bróðurins, Gúnda, til viðskipta:
Þarna var hann, sextán ára barnið, í fráhnepptri lopapeysu með
látúnshnöppum, hvítri skyrtu og bindi, sviphreinn, elskulegur og
sannfærandi; eitthvað annað en ég, durturinn og mannafælan. Svo var
Gúndi fæddur peningamaður, hann var athafnaskáld eins og síðar var
farið að kalla það [... ]. (EK II, 49)
Halldór er hins vegar ekki „fæddur“ eitt eða neitt, hann á í sífelldum
vandræðum með sjálfan sig:
Með tímanum reyndi ég að venja af mér aulasvipinn með því að vera
alltaf að leika eitthvað, með því að setja upp svipbrigði sem ekki
komu frá hjartanu. Og smám saman vandist ég svo á þetta, að vera
alltaf eitthvað annað, að ég missti hæfileikann til að vera eðlilegur;
núna veit ég ekki hvað það er. Um tíma rann mér það ástand svo til
rifja að ég einsetti mér að læra að vera aftur eðlilegur, ég sjálfur. Ég
einbeitti mér virkilega, og reyndi að lifa mig inn í ætlunarverkið, að
vera eðlilegur; en varð að gefast upp eftir nokkrar mínútur, með bull-
andi svima. (EK 1,139)
Halldór lítur á framkomu sína og sjálfsmynd sem leik, sem sjónarspil,
hún er meðvituð tilraun til þess að falla að normum fólksins í kring um
hann. Hér birtast skýrt átökin sem þetta skapar. Þau eru beinlínis líkam-
17 Sjá t.d. Ragnhildi Richter: „„Þetta sem ég kalla ‘mig’, það er ekki til.“ Um
sjálfsævisögu Málfríðar Einarsdóttur." Fléttur. Rannsóknarstofa í kvenna-
fræðum og Háskólaútgáfan. Reykjavík 1994, s. 115.