Skírnir - 01.04.1997, Page 237
SKÍRNIR
AÐ LOKNU GULLÆÐI
231
leg; Halldór reynir að temja líkama sinn og tekst það að því marki að
gervið verður í raun hann sjálfur, hann getur ekki snúið aftur til þess að
vera „eðlilegur" enda er hér gefið í skyn, að það sé ekki til neitt eðli,
aðeins það gervi sem hver og einn bregður sér í. Hann er sér meðvitaður
um sjálfsmynd sína sem gervi, gjörning sem skapar það „eðli“ sem hann
býr yfir.
Þessi hugmynd er enn skýrar orðuð í Islenska draumnum. Hrafn er í
mjög áberandi og meðvitaðri leit að sjálfsmynd eða gervi. Sumar hug-
leiðingar hans ríma þannig fullkomlega við gjörningskenningar Butler
um sjálfsmynd og kynferði. Þegar Hrafn les tímaritsviðtal við Kjartan
þar sem hann „kemur til dyranna eins og hann var aldrei klæddur” og er
spurður: „En hver er hann, maðurinn á bak við gervið?" gerir Hrafn
þessa athugasemd: „eins og slíkt sé til, eins og við séum eitthvað annað
en gervin?“ (196).
Og tilraunum hans sjálfs til að taka á sig ákveðið gervi er lýst. Hrafn
og félagar eru sífellt að máta sig við gervi, setja á svið einhverja ímynd
fyrir sjálfum sér og öðrum:
Við vorum bara strákar og við fundum hver hjá öðrum vanmátt og
styrk. Við stóðum gjarnan álútir í hálfhring og sögðum u-u með
hendur ýmist í vösum eða krepptar um pípur [...]. Við hinir þótt-
umst meira almennt séð marxistar, án þess að hafa lesið nokkuð eða
skilið nokkuð, án þess að hafa ánetjast kerfunum hugmyndalega,
þetta var óljós afstaða, óljóst en raunverulegt hatur á þeim, þetta var
stíll, form, klæðnaður [...] við vorum -arnir. (10-11)
Sem hópur eru þeir skýrt afmarkaðir og enginn vandi að koma yfir þá
höndum; þeir eru kommúnistar, marxistar, lenínistar; þeir eru kynslóð;
þeir eru „mennirnir sem segja alltaf færri og færri orð“. En hver og einn
þeirra er óþekkt stærð, þeir eru allir að reyna að koma sér upp einkenn-
um, persónuleika, sem þeir sækja samt sem áður alltaf til hópsins. Kjart-
an einn sker sig úr þessum strákahóp og það er að fyrirmynd hans sem
Hrafn mótar sjálfsmynd sína. Helsta einkenni Kjartans er að hann virðist
hafa fæðst „með sjálfan sig á hreinu" eins og Hrafn orðar það (10).
Kjartan tekur á sig mynd hins fullmótaða manns, hann er eins konar
ídeal karlmennskunnar eins og nafni hans Kjartan Ólafsson í Laxdælu
hefur orðið í túlkun jafnt fræðimanna sem almennra lesenda.
Hann var myndarlegur. Hann var prúður. Hann var hávaðasamur.
Hann var villtur. Hann fór í einhvern jakka og hann fór honum.
Buxur, frakki, trefill - allt fór honum. Ég fór í smart föt og þau fóru
mér ekki, ekki einu sinni ósmart föt. Hreyfingar hans voru hægar og
letilegar og þrungnar orku og spennu - ég rykktist til. Hann var út-
skeifur. Ég var innskeifur. ( 9)