Skírnir - 01.04.1997, Page 241
SKÍRNIR
AÐ LOKNU GULLÆÐI
235
aðaleinkenni hans. Þar með er það ekki lengur ytra byrðið sem snýr að
öðrum, heldur minningin um atburðinn sem fylgir honum: „þau hafa
komist að því hver ég er í skólanum. Eg tók æði og henti strák upp á
uppstoppaðan sel“, segir í dagbókinni (168). Nauðgunin er hér orðin
kjarni sjálfsmyndar Þórarins, hann er strákurinn sem var nauðgað, bæði
gagnvart sjálfum sér og öðrum.
Þórarinn er þannig kominn í stöðu úrkastsins, þess sem með nærveru
sinni einni saman minnir stöðugt á líkamleika. Urkastið tengist rofi á
heild líkamans og þeim mörkum sem samfélagið setur milli líkamans og
umhverfisins, sjálfs og annars; það ógnar sjálfinu, kerfinu, reglunni. Ur-
kastið vekur þess vegna hrylling okkar, enda virðist Þórarinn þegar hér
er komið sögu hafa megna óbeit á eigin líkama, og raunar á öllu um-
hverfi sínu.19
Samsvarandi breyting verður á Sigurbirni föður hans. Líkt og túra-
mennirnir, sem rætt var um hér að framan, hættir hann „að gera það sem
gerir hann að því sem hann er“, hann hættir að þrífa sig, lætur sér vaxa
villt hár og skegg og breytist smám saman í fullkomna andstæðu þess
manns sem hann var. Vegna ofbeldis hans og ofríkis sundrast fjölskyldan
og jafnvel byggingin, Vöruhús Reykjavíkur, drabbast niður. Hann ráfar
um borgina í þessu nýja gervi sínu, ofurseldur hugarvíli eða geðveiki, allt
þar til hann hafnar í fangelsi, dæmdur morðingi.
Sú sviðsetning karlmennskunnar sem þeir feðgar stóðu saman að í
upphafi hefur þannig smám saman leyst upp og jafnframt hafa tök þeirra
á sviðinu, borginni sem þeir mótuðu eftir eigin höfði, losnað. Því er
viðeigandi að feðgarnir fari út úr borginni í lok frásagnarinnar og þar
virðast þeir ná saman að nýju, að þessu sinni í útlegð, sem úrköst samfé-
lagsins. Þá bregður svo við að sögumaður er aftur farinn að sjá í hug
Þórarins, Sigurbjörn hefur þokað fyrir syni sínum í frásagnarmiðjunni
og sagan endar þannig:
Nokkru síðar heyrðist ekið heim tröðina. Þórarinn, sem vissi að
þar fór lögreglan, færði sig um set.
- Hvert ertu að fara Tóti? spurði Sigurbjörn.
- Ekkert pabbi, svaraði Þórarinn. - Ég var bara að rýma til. Ef
ske kynni að þetta væri mamma sem er að koma, þá vill hún kannski
setjast hérna á milli okkar. (ÓG, 279)
19 Úrkast er hugtak frá Juliu Kristevu, úr bók hennar Powers of Horror. An
Essay on Abjection. Þýðandi Leon S. Roudiez. Columbia University Press.
New York 1984. Hrylíingur úrkastsins á að mati Kristevu rætur í því þroska-
skeiði barnsins þegar það er hvorki viðfang né hugvera, hvorki hluti af
móðurinni né sjálfstætt. Allt sem vekur upp minningar um þetta ástand, öll
upplausn og allt rof á heild líkamans, vekur með okkur hrylling.