Skírnir - 01.04.1997, Page 244
238
RICHARD GASKINS
SKÍRNIR
H. Audens ku hafa numið þungan tón að innan. Þó að sumt hafi verið
torskilið sem þar var sagt hefur öllum borið saman um að baráttuskáldið
gamla hafi verið að senda viðvörunarorð til hinna lærðu arftaka sinna.
Auden kvað:
[...] Þú skait eigi með
tölfræðingum sitja, né fremja
félagsvísindi.1
Ekki skulu menn eggjaðir til fræðilegra vígaferla að svo stöddu, jafn-
vel þó að enn séu óskráðar nokkrar snarpar sögur af fræðimannsstolti og
umsetinni sæmd. Oðru nær, unnendur Islendingasagna ættu að fagna
þessum nýju ferðafélögum og þeirra mörgu bandamönnum af göfug-
lyndi og reisn. Heilsteypt menningarsamfélög hafa lag á að temja og inn-
byrða kröfur herskárra utangarðsmanna, og þessi nýju verk eru ekki
nándar nærri jafn byltingarkennd og höfundar þeirra kunna að gera sér í
hugarlund. Ætla má að hvor tveggja fylkingin hafi litlu að tapa en margt
að vinna með áframhaldandi samskiptum. Með því að tileinka sér nýjan
túlkunarorðaforða kann hefðbundnum lesendum að opnast fersk innsýn
í einstakar íslendingasögur án þess að þeir tefli sinni túlkunaraðferð í
verulega tvísýnu. Formælendur félagsvísinda, sem þegar eru komnir svo
langt að heiman, fá óviðjafnanlegt tækifæri til að reyna fræði sín til
þrautar og gera þannig ferðalag sitt að nútímalegri sjálfsskoðun.
Askorun félagsvísindanna
Þær þrjár bækur sem hér verður fjallað um eru að sönnu ekki fyrstu
sendimennirnir sem ætlað er að boða siðaskipti hér um slóðir. Koma
þeirra endurvekur gamalkunnar rökræður undangenginnar aldar. Ein-
hvers staðar á þessum nýrituðu síðum leynast allar gömlu góðu spurn-
ingarnar - og er enn ósvarað - um sannleika og veruleika.2 Fyrr á tíð
spurðu fræðimenn hvort væri vænlegra að skoða sögurnar sem sannar
frásagnir eða sem skáldskap. Nú beinist umræðan í þrengri farveg: Hvort
sögurnar séu marktækar heimildir handa félagsvísindamönnum og sagn-
fræðingum. Uppruni sagnanna og sannleiksgildi má einu gilda, svo fremi
1 „[...] Thou shalt not sit / with statisticians, nor commit / A Social Science."
Under Whicb Lyre, 27. vísa, í W. H. Auden: Collected Poems (New York:
Random House, 1976), bls. 262.
2 Um yfirlit yfir Islendingasagnarannsóknir sjá sérstaklega rit Theodores M.
Andersons, The Prohlem of Icelandic Saga Origins: A Historical Survey (New
Haven: Yale University Press, 1964) og Old Norse - Icelandic Literature: A
Critical Guide (Ithaca: Cornell University Press, 1985), ritstýrt af Carol J.
Clover og John Lindow.