Skírnir - 01.04.1997, Side 246
240
RICHARD GASKINS
SKÍRNIR
um þjóðfélagsgerð miðalda byggjast á. Þar af leiðandi horfa þeir framhjá
því gildi sem sögurnar hafa í sjálfum sér eða skáldskapargildi þeirra en
ráðast þess í stað í það hagnýta verkefni að setja fram félagslegar kenn-
ingar um annars týndan heim.6
Hringhugsun?
Við fyrstu sýn virðast þessi tvö atriði á stefnuskrá félagsvísindamann-
anna ósamrýmanleg. Hvernig geta Islendingasögur léð nýjum félagsvís-
indalegum kenningum merkingu þegar tilgangur félagsvísinda er að
útskýra hina dýpri merkingu sagnanna? Hvortveggja tilgangurinn sam-
ræmist viðurkenndum rannsóknaraðferðum, en samspil þeirra virðist
fara í hring. Til að ráða bót á þessu misræmi verður að teygja aðferða-
fræði félagsvísindanna út fyrir hefðbundin mörk. Vandinn er síður en
svo hunsaður í verkunum þremur, því í þeim öllum eru settar fram
margvíslegar hugmyndir að lausnum.
Gísli Pálsson, svo og sumir meðhöfundar hans, minna okkur á að
undanfarna áratugi hafi félagsvísindin víkkað sinn vísindalega ramma
hvað heimildir áhrærir. Sannast sagna fagnar Gísli hinu gagnkvæma flæði
textaskýringa á sviði fornsagnarannsókna og bendir á að mikilsverð
skýringaþemu í félagsvísindum, sérstaklega í sagnfræði, reiði sig með
jafn gagnvirkum hætti á þau áþreifanlegu gögn sem þau fást við.7 Lík-
lega á Gísli við þá hringhugsun sem einkennir skýringarhugtök þegar
hann staðsetur félagsvísindi í hringiðu „lífsins“. Hið félagsvísindalega
túlkunarlíkan hans máir vísvitandi hin skörpu skil á milli túlkunarað-
ferða félagsvísindamanna og húmanista, bókmenntafræðinga og hefð-
bundinna fornsagnalesenda. Gísli leggur áherslu á að enn sé verulegur
munur þarna á, en sá munur reynist vera mun minni en hugsanlegir and-
mælendur hans (og á stundum hans eigin málflutningur meira að segja)
gefa í skyn.8
Hugmyndir Pauls Durrenbergers eru af allt öðrum toga. Hann ítrek-
ar eðlismuninn á alhæfingum félagsvísindamanna og niðurstöðum bók-
menntalegrar textagreiningar. Að mati Durrenbergers myndi hin þunga
áhersla félagsvísinda á fornsögurnar sem heimildir að sönnu stefna fræð-
unum í voða ef ekki vildi svo vel til að mannfræðingar gætu nýtt sér
hlutlægar heimildir frá öðrum félagsvísindamönnum, þar á meðal etnó-
grafískar rannsóknir á öðrum samfélögum. Durrenberger bregst við
þeirri hringhugsun, sem etnógrafía á grunni fornsagna stríðir við, með
6 Sjá „Text, life, and saga“, bls. 5; Preben Meulengracht Sarensen: „Some
methodological considerations in connection with the study of the sagas", í
From Sagas to Society, bls. 34.
7 „Text, life, and saga“, bls. 5.
8 Sama heimild, bls. 20-24; Sorensen, bls. 35-39.