Skírnir - 01.04.1997, Side 248
242
RICHARD GASKINS
SKÍRNIR
þriðja lagi kynnu lesendur að gera sér betur grein fyrir skoðunum sínum
á hlutlægni og kennivaldi. Jafnvel þó að ekki takist í þessum tilteknu fé-
lagsvísindaritum að greiða úr helstu álitamálum við fornsagnarannsóknir
kunna þau að leiða til frekari heilabrota. Allir fornsagnalesendur, hvaða
flokk sem þeir fylla, ættu að skoða þessi álitamál í fullri alvöru.
Ort í eyður
Félagsvísindamaðurinn leitast við að endurheimta það sem þagað er um í
gömlu handritunum með því að gera ráð fyrir að texti spretti ævinlega úr
skilgreinanlegri félagslegri eða menningarlegri einingu. Með þetta við-
horf að leiðarljósi líðst honum að víkka út brotakenndar heimildir og
fyrir vikið beinast hinar óhjákvæmilegu vangaveltur lesandans að bita-
stæðari mynstrum og samstæðari. Þessi nálgun er hliðstæð þeirri aðferð
sem málvísindamenn beita við að endurskapa forn tungumál úr varð-
veittum textabrotum. Með kostgæfni má jafnvel draga upp heildstæða
mynd út frá tiltölulega fáum brotum, innan tiltekins líkindaramma sem
búinn er til úr algildum mynstrum málvísindanna.
Að yrkja í merkingareyður fornsagna er ekki sambærilegt við að
fjalla um máð handrit eða týndar sögur, eins snúið og það kann að reyn-
ast handritasérfræðingum. Merkingareyður fela í sér getgátur sérhvers
sagnalesanda um það sem er ósagt látið, undirskilið, eða einungis gefið í
skyn í fyrirliggjandi texta. Hvort sem það var vísvitandi eða ekki, er auð-
sætt að sagnaritararnir slepptu margvíslegu efni sem höfðar svo til nú-
tímalesenda að tæplega verður látið sem ekkert sé. Sumar eyður eru ef-
laust léttvægar, en aðrar gera mönnum erfiðara að endurheimta merk-
ingu varðveittra frásagna. Þegar sagnaritarar skrifa þurrlega: „Bar svo
ekki til tíðinda lengi vel“, leynast ef til vill í þeirri djúpu þögn lyklar að
því sem verið er að lesa.
Hvað er það nákvæmlega sem látið er kyrrt liggja í sögunum? Þar má
nefna hversdagsleg atriði eins og umræðu um veðrið og huglæg viðbrögð
við hinu svipsterka landslagi. Hvorttveggja er nefnt á mikilvægum stöð-
um í hinum ýmsu sögum, en að öllu jöfnu einungis þegar það hefur bein
áhrif á framvindu mála.11 Efast nokkur um að svo hversdagslegar upplýs-
ingar hafi verið hluti af daglegu lífi Islendinga á miðöldum? Mikilvægari
eru eyðurnar sem felast í hinum óbeinu tilvísunum sagnaritara til sálar-
11 Tvö vel þekkt dæmi: Hið örlagaríka sund Grettis Ásmundarsonar í Noregi, í
„fjúki ok frosti", til að sækja eld handa köldum félögum sínum (Grettis saga
Asmundarsonar, Guðni Jónsson sá um útgáfuna [Reykjavík: Hið íslenzka
fornritafélag, 1936], bls. 129); hugleiðingar Gunnars um ástkæra heimahagana,
svo fagra að hann getur ekki slitið sig frá þeim (Brennu-Njáls saga, Einar Ólaf-
ur Sveinsson sá um útgáfuna [Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1954], bls.
182).