Skírnir - 01.04.1997, Page 249
SKÍRNIR
FÉLAGSVÍSINDAMANNA SAGA
243
ástands og hugrenninga aðalpersóna.12 Með því að nýta sér fjölda
óbeinna vísbendinga í textunum eru lesendur nútímans fljótir að endur-
heimta það sem víst má telja að hafi verið til staðar. Aðferðafræði endur-
sköpunarinnar er ætlað að efla þessa eðlilegu viðleitni og gera hana
kerfisbundnari.
Félagsvísindamenn hafa sérstakan áhuga á enn stærri eyðum, svo sem
eins og að í sögunum skuli ekki vera minnst á heila málaflokka sem
fræðingar nútímans telja burðarása sérhvers þjóðfélags.13 Hver var staða
kvenna í heimilishaldi á tímum goðaveldisins? Hvaða efnalegu skilyrði
gerðu goðum kleift að gegna sínu einstaka hlutverki í þjóðfélaginu? Ber
hinn mikli áhugi á að jafna deilur og erjur vott um jákvæða eða neikvæða
sýn á mannlegt eðli, af hálfu sögupersóna, höfunda eða hins almenna
sagnalesanda? Breyttist þessi merkilega sýn á deilur í kjölfar umróts
undir lok goðaveldisins? Eins og margir húmanískir lesendur, vilja fé-
lagsvísindamenn fá tækifæri til að bera fram spurningar af þessu tagi,
leggja fram lærð svör, og draga síðan bráðabirgðaályktanir byggðar á
nothæfum gögnum. Að þessu miðar endursköpunarherferð þeirra.
Félagslegt samhengi ífélagsvísindum nútímans
Flestir félagsvísindamenn eru mjög meðvitaðir um eyðurnar í sínum eig-
in verkum - þær felast í þeim forsendum sem þeir gefa sér við endur-
sköpunarstarf sitt. Félagsleg greining (hvort sem henni er beitt á forn-
sögur eða annað) fer fram í félagslegu umhverfi 20. aldar. Ef skýra þarf
umhverfi sagna frá 13. öld hlýtur hið sama að gilda um sköpunarverk fé-
lagsvísindamanna nútímans. Endursköpunaraðferðin kostar sitt; hún
endurlífgar forna texta sem ella hefðu sloppið við vísindalega greiningu,
en takmarkar á nýjan hátt kennivald félagsvísinda. Gísli Pálsson vekur
athygli á þessum vanda, sem lítt er sinnt í hinum bókunum tveimur.
Kennivald og hlutlægni vísinda eru sterk tákn í huga 20. aldar mannsins,
tákn sem tengd eru þeim öflugu aðferðum við tilgátuprófun sem sjaldn-
ast eru gjaldgengar við rannsóknir á fornsögum. Túlkunarfræðingar
kunna að sniðganga hefðbundin takmörk vísindalegra aðferða, en kom-
ast ekki upp með að hunsa nýjar spurningar um mörk vísindalegs kenni-
valds.
Félagsvísindamenn vilja sigrast á textum fornsagnanna til að geta
skoðað atriði á borð við viðskiptahætti og stöðu kvenna. Við getum bú-
ist við að þeir færi félagsvísindaleg rök, rótföst í hinum etnógrafíska
12 William Ian Miller er ákafur talsmaður þess að beita sálfræðilegu raunsæi nú-
tímans á hinn bælda frásagnarstíl fornsagnanna: „Við [lesendur] erum alltaf að
velta fyrir okkur hvötum persóna og tilfinningalegum grundvelli mannlegra
athafna“, „Emotions and the sagas“, I From Sagas to Society, bls. 107.
13 Ross Samson ræðir þessa röksemd ítarlega í greininni „Goðar: democrats or
despots?" í From Sagas to Society, bls. 167-71.