Skírnir - 01.04.1997, Síða 250
244
RICHARD GASKINS
SKÍRNIR
veruleik 20. aldar, fyrir því af hverju þeir geri þessi eða önnur viðfangs-
efni að líkönum fyrir endursköpun félagslegs umhverfis.14 Sá sem þekkir
til hræringa í fræðunum síðustu áratugi veit hve öflug en jafnframt
hvikul slík líkön geta verið. Það er sannarlega ekkert skammarlegt við
þessi nútímalegu viðmið; við ættum þvert á móti að vera stolt yfir því að
þjóðfélag okkar skuli styðja rannsóknir sem áður var ekki sinnt. Hitt er
svo annað að okkar samfélag á líka við innri togstreitu að stríða, eða er
að minnsta kosti tvístígandi, þegar kemur að málefnum eins og kynferði
og auðvaldi. Fyrir hvaða arm talar félagsvísindamaður nútímans þá þegar
hann er að endurskapa miðaldasamfélög? Og hvert er kennivald hans?
Mannfræðin hefur á stundum lofsungið sínar eigin „andófs“-til-
hneigingar og hallast að aðferðafræði sem býður ríkjandi gildum 20. ald-
ar byrginn.15 Með því að rannsaka fjarlæg samfélög - fjarlæg í tíma, rúmi
og efnahag - leitast þessir mannfræðingar við að leiðsegja samtímamönn-
um sínum með staðsetningartækjum félagsvísinda. Framandi samfélög,
endursköpuð af mannfræðingum, þjóna því hlutverki að endurspegla
sjónarmið sem mönnum finnst hafa orðið undir í menningarumræðu
samtímans.
Þetta þýðir að nútímafræðistörf eru ekki undanþegin menningar-
átökum samtíma síns, sér í lagi þegar um útvíkkað form vísindalegrar
greiningar er að tefla. Eins og í almennum bókmenntarannsóknum verð-
ur innrás félagsvísinda á svið fornbókmennta óhjákvæmilega til þess að
skerpa okkar eigin menningarátök. Sumir húmanískir fræðimenn kunna
að fylgja þeim viðmiðum sem vísa félagsvísindamönnum okkar tíma veg-
inn og taka þessum nýfundnu samherjum því sem bjargvættum. Aðrir
kunna að hafa önnur viðmið, og enn aðrir kunna að kvarta undan því að
skýrari fortíð skuli þurfa að lúta fræðitísku samtímans, sem einfaldi hana
um of.
Hlutlœgni og kennivald,
Það er skapandi starf að kortleggja þjóðfélagið að baki fornsagnanna og
svipar í mörgu tilliti til þess túlkunarferlis sem tíðkast í húmanískum
greinum. En félagsvísindamenn trúa því að meira búi í ferlinu en áhuga-
verður eða tilviljanakenndur skáldskapur: Þar gefist færi á sannleikanum.
Þeir eru sannfærðir um að etnógrafískur veruleiki var fyrir hendi á tím-
um Islendingasagna, jafnvel þótt við komum okkur ekki saman um öll
einkenni hans. Fullvissa þeirra um að túlkun sagnanna þjóni ákveðnum
hlutlægum tilgangi gerir leitina að merkingu heillandi.16 Húmanískum
lesanda kann einnig að vera huggun í þessari miklu hlutlægnistrú, eink-
14 Samson er einn þeirra sem leggja ofuráherslu á að beita marxískum líkönum
við að endurskapa þjóðfélagsátök (sama heimild, bls. 67).
15 Sjá umfjöllun Gísla í „Text, life, and saga“, bls. 21-24.
16 Sama heimild, bls. 24.