Skírnir - 01.04.1997, Page 251
SKÍRNIR
FÉLAGSVÍSINDAMANNA SAGA
245
um þeim lesendum sem orðnir eru þreyttir á látlausri baráttu stríðandi
fræðikenninga.
Hlutlæg þjóðfélagsmynd er göfugt markmið, en ekki auðhöndlan-
legt. Margir berjast um réttinn til að skilgreina útlínur hins týnda heims.
Við vitum það eitt með vissu að við gefum okkur að slíkur heimur sé til.
Hið umdeilanlega inntak hans er aftur á móti á huldu. Annars staðar
verja félagsvísindamenn kennivald sitt með fulltingi strangvísindalegra
sannreynsluaðferða; aðferðin ein og sér veitir kennivald úr því fræði-
kenningar geta aldrei skýrt til fulls öll fyrirbæri náttúru og þjóðfélags - í
fortíð, nútíð og framtíð. Túlkunartilhneigingin17 í félagsvísindum, sem
lýkur upp hinum margslungnu fornsögum sem heimild, getur ekki tekið
sig jafn hátíðlega. Þegar félagsvísindamenn fjalla um fornsögur sitja þeir
við sama borð og aðrir lesendur.
Sá etnógrafíski veruleiki sem félagsvísindin gefa sér er eins og frum-
forsenda, óhagganleg en jafnframt ósannreynanleg. I þeirri sýndarveröld
verða kenningar um sögutíma Islendingasagna hvorki sannaðar né hrakt-
ar svo óyggjandi sé. Hlutverk þeirra er öllu heldur að varða nýjar leiðir
um heimildirnar, vísa veginn að óvæntu innsæi, til að stuðla að nýjum
stefnumótum við vanrækt gögn. Tilkoma félagsvísinda mun óefað auka
fjölbreytni marktækra túlkana. Kenningar þessar geta ekki sagt okkur
fyrirfram hvað sögurnar feli í sér, heldur leiða okkur á slóð nýrra texta-
skýringa sem í fyllingu tímans kunna að geta af sér markverðari niður-
stöður.
Helsti veikleikinn í túlkun félagsvísindamanna er tilhneiging til
kreddufestu, þegar þeir gera tilgátur sínar að hálfgerðum náttúrulögmál-
um. Samkvæmt eldri vísindahefð gat snjöll túlkun öðlast sérstakan sess.
En leitin að hinni endanlegu túlkun er nú til dags orðin að óendanlegu
ferli í trausti þess að í samfélagi fræðimanna geti menn einhvern tíma
orðið á eitt sáttir. Félagsvísindi í anda túlkunarstefnu þyrftu því að ein-
kennast af samvinnu og sveigjanleik - ekki af togstreitu og kreddufestu.18
Einhlítur veruleiki eða margbrotinn?
Félagsvísindamönnum er vandi á höndum þegar afmarka skal innihald
hins etnógrafíska veruleika í tíma. Flestir eru reiðubúnir að greina á milli
hins etnógrafíska heims óþekktu sagnaritaranna (tímabil sem nær frá um
1220 til 1320) og hins sögulega veruleika sem lýst er í vissum sögum -
einkanlega ættarsögum (rituðum á tímabilinu 950-1050) þar sem segir af
hetjudáðum. Tala má um „veruleik höfundarins“ annars vegar og „veru-
17 Hér er vísað til fræðigreinarinnar „hermeneutics" (aths. þýð.).
18 Eins og Gísli segir: „Samanburðarrannsóknir á fornsögunum eru samleikur,
ekki einleikur" („Text, life, and saga“, bls. 25).