Skírnir - 01.04.1997, Page 252
246
RICHARD GASKINS
SKÍRNIR
leik inntaksins" hins vegar. Að auki getur verið hagræði að því að greina
hvorn tveggja veruleikann frá þriðju gerðinni, „veruleik gagnrýnand-
ans“, sem vísar til þjóðfélagsramma nútíma samfélagsrýnis.
Löngu áður en félagsvísindamenn fóru að beina etnógrafískum rann-
sóknum að vandamálum sem þessum, höfðu margir þeir sem fjalla um
fornsögur kynnt sér þá auknu athygli sem menningarheimur höfundar-
ins var farinn að njóta á kostnað verufræði þeirra atburða sem sagt er frá.
Með því móti höfðu þeir sveigt hjá hefðbundnum átökum um sannleiks-
gildi fornsagnanna. Vissulega vona sumir fræðimenn enn að sviðin tvö -
svið höfundarins og atburðarins - kunni að mætast í samtíðarsögum
Sturlungu19 eða öðrum textum sem taldir eru sneyddir bókmenntalegum
stílbrögðum, svo sem lagabækur og annálar, en nýlegar rannsóknir draga
slíkar ályktanir í efa.20 Allt að einu björguðu húmanískir fræðimenn
sannleikshugtakinu úr tortryggnisklóm gömlu bókfestuhreyfingarinnar
með því að beina umræðunni að tilurð sagnanna. En þeir stuðluðu jafn-
framt að því að búa til ný og feikilega erfið vandamál sem lúta að merk-
ingu höfundarhugtaksins, gildismati og ásetningi, og ekki síst heimildum.
Sökum þess að okkur skortir áþreifanlega og óháða vitneskju um
flesta sagnaritarana og menningarumhverfi þeirra verður að leita á náðir
textans til að fylla tómið sem af þeim upplýsingaskorti hlýst. Af því leið-
ir að textinn verður að sönnunargagni, en sönnunargagni fyrir hvað?
Hver er sá dularfulli sköpunarmáttur sem við köllum „höfund“ með
vafasömum rétti? Áður fyrr ímynduðu fornsagnafræðingar sér þessa
uppsprettu sem samstætt safn gilda, tákna, hugmynda, viðhorfa og höf-
undareinkenna - þetta var siðfræðileg, merkingarfræðileg eða sálfræðileg
veröld sem hafði hald í textum en var ekki háð þeim. Þetta fyrirkomulag
virtist hagstæðara bókmenntagreiningu en hefðbundinni sagnfræði. Á
sjötta og sjöunda áratugnum ýttu efasemdir bókmenntafræðinga um sál-
fræðilegan og sagnfræðilegan lestur undir formalisma af ýmsu tagi -
greiningaraðferð sem hverfðist um innra samræmi textans og túlkunar-
innar, hvað sem leið yfirlýstum meinbugum.21
Félagsvísindamenn blönduðu sér í stríðið á þessum fræðilegu vega-
mótum. Samkvæmt stefnuskrá eldri húmanista skyldi textinn ekki ein-
19 Sjá t.d. grein Pauls Durrenbergers og Jonathans Wilcox, „Humor as a guide to
social change: Bandamanna saga and heroic values", í From Sagas to Society,
bls. 122.
20 Helsta heimildin er doktorsritgerð Ulfars Bragasonar, „On the Poetics of
Sturlunga“ (University of California-Berkeley, 1986).
21 Af ritgerðunum í From Sagas to Society sem eru undir áhrifum frá þessum
formalísku áherslum má nefna „Þórgunna’s testament: a myth for moral
contemplation and social apathy" (bls. 125-46) eftir Knut Odner og „Inheri-
tance, ideology, and literature: Heruarar saga ok Heiðreks“ eftir Torfa H. Tul-
inius.