Skírnir - 01.04.1997, Page 253
SKÍRNIR
FÉLAGSVÍSINDAMANNA SAGA
247
vörðungu greindur á fagurfræðilegum og málvísindalegum forsendum,
heldur væri leitinni að sannleika sagnanna og veruleika haldið áfram. Það
takmark var þó ævinlega óstöðugt; hinn óáþreifanlegi veruleiki óþekkts
höfundar verður þess valdandi að margar túlkanir koma til greina án
þess að næg gögn séu fyrir hendi til að gera upp á milli þeirra. Ef til vill
felst lausnin í því að setja veruleik hins viðsjála höfundar í stöðugra sam-
hengi: sagnfræðilegt, hagfræðilegt, þjóðfélagslegt, sálfræðilegt. Víkjum
þá að bókunum sem hér eru til skoðunar.
From Sagas to Society: Tvístrun veruleikans
Félagsvísindalegar rannsóknir á fornsögunum eru enn of sjálfhverfar,
uppteknar af vonum sem við þær eru bundnar, örðugleikum og yfirlæti í
garð rannsókna fyrri tíðar. Það sjálfstraust sem lagt var upp með hefur
ekki enn þróast í heilsteypt fræði, ef marka má þetta greinasafn. Grein-
arnar sautján skiptast í yfirgripsmikla efnisflokka sem virðast spanna
helstu héruð hins etnógrafíska veruleika: persónuleika, þjóðfélagsgerð,
stjórnmál, hagfræði og kynferði; en afraksturinn er fjarri því að vera svo
kerfisbundinn. Sundurleitar raddirnar bera vott um óútkljáðan ágreining
innan félagsvísinda, ágreining sem eykst við nánari lestur. I stað þess að
auka stöðugleika sagnatúlkunar hefur hið etnógrafíska sjónarhorn leitt af
sér enn brotakenndari umræðu.
Gísli lýsir þessum greinum réttilega sem könnunarleiðöngrum og
dásamar margbreytileik þeirra. Heildarútkoman er hvorki ítarlegt yfir-
litskort yfir hinn etnógrafíska veruleik né mikilsverðar viðbætur við
textaskýringar á fornsögunum, heldur frekar margradda lýsing á vinnu-
brögðum félagsvísindamanna. Þegar reynt er að hnoða þessum sundur-
leitu skilaboðum saman kemur á daginn, og skal engan undra, að megin-
viðfangsefnið er að skilgreina hinn etnógrafíska veruleik sem slíkan. Er
hann einhlítur eða margbrotinn? Er hann kyrrstæður eða er hann í eðli
sínu virkur? Að hve miklu leyti skarast hann við hinn etnógrafíska
veruleik nútímagagnrýnenda? Eftir því sem glímu þeirra við þessi við-
fangsefni vindur fram kunna félagsvísindamenn að uppgötva meiri
skyldleika við sporgöngumenn húmanískra rannsókna, fyrr og nú.22
I nokkrum greinanna í safni Gísla er reynt að mæla fyrir þessum
sjálfhverfa tilgangi. Þegar öll kurl koma til grafar eru það sagnfræðing-
arnir sem leggja mest af mörkum, með því að færast ekki of mikið í fang.
Grein Sverres Bagges um Heimskringlu er prýðilegt dæmi. Vitneskjan
um að Snorri sé höfundur verksins njörvar textaskilning okkar við ævi
og markmið Islendings sem áreiðanlegar heimildir eru um. Ef til vill rím-
ar veruleikinn að baki þessum konungasögum við stjórnmálavafstur
22 Sjá grein Gísla, „Text, life, and saga“, bls. 24-25.